5 des 2022
Þann 1. desember var opnuð sýning nemenda í áföngum á lista- og nýsköpunarbraut, í áföngunum hönnun, ljósmyndun og myndlist. Við opnunina bauðst gestum að skoða myndlistarstofuna þar sem sjá mátti verk í vinnslu. Á sýningunni má sjá lokaverkefni nemenda í hönnun á bókasafni skólans, en þau hafa unnið saman í litlum hópum að hönnunarverki. Ljósmyndanemar sýna rayogram myndir sem þau unnu í myrkraherbergi sem sett var upp að þeirra frumkvæði. Nemendur í myndlist sýna anatómíu teikningar og verk unnin út frá kenningunni litafræðinni split primary. Sýningin verður áfram opin i þessari viku milli kl. 8 og 16 og henni lýkur á fimmtudaginn. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af sýningunni.