6 des 2021
Nú þegar líður að lokum haustannar eru nemendur að leggja lokahönd á ýmis verkefni. Undanfarna daga hefur verið í gangi sýning lokaverkefna nemenda í áfanganum HÖNN1BL05 - hönnun og blönduð tækni. Nemendur undibjuggu lokaverkefni með frjálsri aðferð og völdu sér rými í skólanum til að sýna verkið sitt, í samráði við kennara áfangans. Þau völdu sér miðil til að vinna með en allir miðlar voru leyfilegir í framkvæmdinni, svo sem ljósmyndir, myndbönd, teikningar, gjörningar o.s.frv. Á myndum sem fylgja hér með má sjá dæmi um þau verkefni sem nemendur unnu.