Þingmenn Samfylkingar heimsækja MÍ

27 feb 2025

Þingmenn Samfylkingar heimsækja MÍ

Í heimsókn í stofu lista- og nýsköpunargreina.
Í heimsókn í stofu lista- og nýsköpunargreina.
1 af 3

Í dag komu þrír þingmenn Samfylkingar í heimsókn í skólann, þau Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis, sem er „gamall“ MÍ-ingur, Dagur B. Eggertsson og Ragna Sigurðardóttir. Gengið var um skólann þar sem þau fengu m.a. að kynna sér aðstöðu lista- og nýsköpunargreina og verknáms auk þess að eiga stutt spjall við nemendur. Heimsóknin endaði með fundi með fulltrúum úr atvinnuífinu á svæðinu sem skipa samstarfsráð MÍ og atvinnulífsins á norðanverðum Vestfjörðum. Rædd var staðan í ýmsum iðngreinum, en vöntun er á faglærðum iðnaðarmönnum. Var það sett í samhengi við stöðu verknáms í MÍ, ekki síst með tilliti til nauðsynjar á bættri aðstöðu til verknáms. Fyrir tæpu ári undirrituðu mennta- og barnamálaráðuneyti og sveitarfélög á Vestfjörðum viljayfirlýsingu um byggingu nýss verknámshúss.

Til baka