Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar hefur tekið gildi. Í henni felast nokkrar tilslakanir sem taka gildi frá og með mánudeginum 1. mars. Reglugerðin gildir til 30. apríl n.k. Nemendur fá kynningu á þessum breytingum á mánudagsmorgun.
1. Grímunotkun
Skv. reglugerðinni þarf að nota grímur ef ekki er hægt að halda 1 m fjarlægð. Þetta þýðir að í skólastofum þar sem aðstæður eru þannig að hægt er að hafa meira en 1 m á milli nemenda þarf ekki að nota grímur. Þetta er auðvitað mjög misjafnt milli hópa en við biðjum kennara um að leggja línurnar með þetta í sínum skólastofum eftir aðstæðum hverju sinni. Utan skólastofa er grímuskylda.
2. Sótthreinsun
Skv. reglugerðinni þarf eins og áður að sótthreinsa sameiginlega snertifleti í skólastofum eftir hvern nemendahóp. Áfram gildir að við þrif á skólahúsnæðinu fer fram sótthreinsun.
3. Einstaklingsbundnar sóttvarnir
Áfram er lögð áhersla á einstaklingsbundnar sóttvarnir eins og sprittun við innkomu á ný svæði.
4. Breyttur opnunartími mötuneytis
Mötuneytið verður opið eins og fyrir Covid í 1 klst á dag. Mötuneytið verður opið frá 12:20-13:20 alla virka daga.
5. Félagslíf nemenda
Nemendur mega koma saman utan hefðbundins skólatíma til kl. 23:00 í húsnæði skólans.
6. Heimavistin
Gestakomur verða leyfilegar á heimavistinni.