4 mar 2008
Einn af viðburðum Sólrisuvikunnar var trommusólókeppni sem haldin var á Sal skólans í morgun. Margir trommusnillingar komu þar fram og lömdu húðirnar. Til þess að dæma í keppninni voru fengnir Önfirðingarnir og frændurnir Önundur Hafsteinn Pálsson og Barði Önundarson. Mikil tilþrif heyrðust og sáust á sviðinu og tóku dómarar m.a. tillit til svipbrigða og "tungutaks" auk leikni með kjuðana. Það var Björn Hjálmarsson sem sigraði keppnina en í öðru og þriðja sæti höfnuðu Önfirðingarnir og frændurnir Brynjólfur Óli Árnason og Jóhann Ingi Þorsteinsson. Myndir frá keppninni eru inni á myndasíðunni.