Starf haustannar 2018 er nú um það bil að hefjst. Skrifstofa skólans er nú opin frá kl. 8-16 mánudaga til fimmtudag og frá kl. 8-15 á föstudögum.
Nýnemar munu mæta á nýnemakynningu miðvikudaginn 15. ágúst þar sem þeir hitta náms- og starfsráðgjafa ásamt stjórnendum skólans og fá upplýsingar um mikilvæg atriði við upphaf skólagöngu sinnar í MÍ.
Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í INNU og nemendur sem þess óska geta fengið útprentað eintak á skrifstofu skólans frá og með mánudeginum 20. ágúst. Kennsla hefst þann sama dag kl. 8.10. Þá mæta nemendur samkvæmt hraðstundatöflu sem ætti að vera lokið um kl. 11. Töflubreytingar fara að þessu sinni fram í gegnum INNU. Nemendur aðrir en nýnemar hafa þegar fengið sendan póst þar sem ferlið við töflubreytingarnar er útskýrt. Námsgagnalisti er aðgengilegur í INNU en hann má einnig finna hér.
Mötuneyti skólans verður opið frá og með 20. ágúst. Hægt verður að kaupa annarkort í mötuneytið hjá ritara.