Upphaf haustannar 2020

14 ágú 2020

Upphaf haustannar 2020

Kæru nemendur 

 

Það er ljóst að næstu mánuði munum við þurfa að lifa með mismiklum  samkomutakmörkunum vegna Covid 19. Því þarf að skipuleggja skólastarf miðað við þá staðreynd og í samræmi við þær takmarkanir sem framhaldsskólum eru settar. 

Í þessu ljósi hefur skólabyrjun verið breytt hjá hluta eldri nemenda sem hefja námið fyrstu tvo dagana í fjarnámi. Nemendur í dreif- og fjarnámi fá sérstakar upplýsingar eftir helgi.

 

Skólabyrjun verður sem hér segir: 

 

Þriðjudagurinn 18. ágúst kl. 11:00-13:00 

Sérstök kynning fyrir nýnema á skólastarfinu. Kynningin fer fram í Gryfjunni og í lok hennar verður  nemendum boðið að borða í mötuneyti skólans. 

 

Miðvikudagurinn 19. ágúst kl. 11:00-13:00  

Nýnemar og aðrir nemendur sem eru að hefja nám við skólann fá kynningu á helstu tölvukerfum sem notuð eru í skólastarfinu, s.s. INNU, Moodle og Office 365. Nemendur sem eiga fartölvur eru hvattir til að mæta með þær en einnig er hægt að fá lánaðar fartölvur á skrifstofu skólans. Athugið að mötuneyti skólans er opið. 

 

Fimmtudagurinn 20. ágúst 

Kennsla nýnema, starfsbrautar og verknámsnemenda verður skv. stundaskrá í skólahúsnæðinu.  Nánara fyrirkomulag verður kynnt þegar nær dregur. Eldri nemendur í dagskóla hefja námið í fjarnámi. Athugið að mötuneyti skólans er opið. 

 

Föstudagurinn 21. ágúst  

Kennsla nýnema, starfsbrautar og verknámsnemenda verður skv. stundaskrá í skólahúsnæðinu.  Nánara fyrirkomulag verður kynnt þegar nær dregur. Eldri nemendur í dagskóla hefja námið í fjarnámi. Athugið að mötuneyti skólans er opið. 

  

Mánudagurinn 24. ágúst 

Kennsla allra dagskólanemenda í í skólahúsnæðinu, nánara fyrirkomulag verður kynnt þegar nær dregur. Mötuneytið opið. 

 

Sóttvarnir og umgengni: 

Nemendur í bóknámshúsi nota aðaldyr á neðri hæð skólans sem merktar eru inngangur og útgangur. 

Verknámsnemendur ganga inn um aðalinngang verknámshúss. Allir þurfa að spritta sig við inngöngu í skólahúsnæðið og aftur þegar þeir fara inn í skólastofur.

Mikilvægt er að nemendur sem eru með einhver flensulík einkenni komi ekki í skólann og tilkynni það á misa@misa.is og fari að tilmælum sóttvarnarlæknis þ.e. að halda sig heima og skrá sig í sýnatöku. Nemendur í sóttkví eða einangrun þurfa að tilkynna það strax til skólans. 

 

Vegna mötuneytis:

Mötuneyti skólans verður opið með ákveðnum takmörkunum. Verðskráin er sem hér segir (á ekki við um heimavistarbúa):

Annarkort kr. 68.000, hægt er að skrá sig í annaráskrift hér https://form.jotform.com/202264484981360

10 miða  kort  kr. 9.000, hægt að kaupa hjá ritara á skrifstofu skólans

Stakur miði kr. 1.100, hægt að kaupa hjá ritara á skrifstofu skólans

 

 

Að lokum vekjum við athygli á að nú hefur verið opnað fyrir stundatöflu í INNU og þar má einnig finna bókalista.  

 

 

Til baka