Úrslit í kappróðri

16 sep 2010

Úrslit í kappróðri

Nemendafélagsformaðurinn
Nemendafélagsformaðurinn
1 af 4

Hin árlegi kappróður var haldinn á Pollinum í blíðskaparveðri eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Alls tóku 8 þriggja manna sveitir þátt og verður það að teljast góð þátttaka í ljósi þess að þetta var í fyrsta skipti sem keppt var á sjókayökum. Keppnin um fyrsta sætið var geysihörð og fóru leikar svo að liðið Agnes sem var blandað karla- og kvennalið úr röðum nemenda vann sigur á heildartímanum 4,53,15. Í öðru sæti lenti Karlalið kennara 1 á heildartímanum 4.54,82. Í þriðja sæti var Karlalið kennara 2 á heildarímanum 5.59,95. Bestum tíma allra náði Egill Ari Gunnarsson sem reri fyrir Agnesi en hann fór leiðina á 1.26,46.  Rúnar Helgi Haraldsson náði öðrum besta tímanum, 1.35,45 en hann reri fyrir Karlalið kennara 1. Þriðja besta tímanum 1.36,31 náði danski sendikennarinn Sisse Steenberg sem reri fyrir Kvennalið kennara. Heildartíma fyrir hvert lið og einstaklingtíma er hægt að skoða hér. Að keppni lokinni skelltu nemendur sér í grillaðar pulsur í boði NMÍ. Tolli sá um að ljósmynda keppnina frá ýmsum sjónarhornum og eru myndirnar komnar inn á myndasíðuna.

Til baka