21 mar 2025
Í gær fengu nemendur sem í áfanga í stjórnmálafræði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í heimsókn ásamt Maríu Rut Kristinsdóttur alþingismanni sem er fyrrverandi nemandi MÍ. Svöruðu þær spurningum frá nemendum, en öðrum áhugasömum nemendum var einnig boðið að sækja tímann. Í lok heimsóknarinnar ræddu þær Þorgerður Katrín og María Rut við stjórnendur skólans um stöðuna á byggingu nýss verknámshúss.