Vegna veðurs

12 jan 2020

Vegna veðurs

Áríðandi tilkynning:
 
Vegna slæmrar veðurspár og færðar fellur skólahald í Menntaskólanum á Ísafirði niður mánudaginn 13. janúar.
 
Ef veðurspár næstu daga rætast gæti svo farið að skólahald falli einnig niður þriðjudaginn 14. janúar en fari svo verður send út tilkynning um það á morgun, mánudag.
 
Nemendur eru beðnir um að sinna áfram námi sínu á Moodle.
 
Í þessu sambandi er vakin athygli á tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum:
Lögreglan á Vestfjörðum vill vekja athygli á veðurspá Veðurstofu Íslands, fyrir mánudaginn 13. janúar og í raun þriðjudaginn 14. janúar nk. Eins og veðurspáin sýnir verður ekkert ferðaveður á morgun og í raun ekki heldur á þriðjudaginn, a.m.k. á norðanverðum Vestfjörðum.
Útlit er fyrir að örðugt verði að halda vegum milli þéttbýlisstaða opnum í þessum aðstæðum og erfitt verður að komast milli staða í þéttbýlinu, ef veðurspáin gengur eftir.
Hvatt er til þess að fylgst sé reglulega með veðurspá og eins að skoða upplýsingar á vef Vegagerðarinnar og einnig má fá upplýsingar í símanúmerið 1777.
 
 
 
Stjórnendur Menntaskólans á Ísafirði

 

Til baka