9 nóv 2017
Í fundartímanum í morgun bauð stjórn nemendafélagsins upp á afar áhugaverðan fyrirlestur Veigu Grétarsdóttur. Veiga sem er gamall MÍ-ingur fæddist í karlmannslíkama og í áratugi háði hún baráttu við sjálfa sig en ákvað loks að hefja kynleiðréttingarferli. Við þökkum Veigu fyrir fróðlegan fyrirlestur og greið svör við fjölda spurninga sem hún fékk frá nemendum og starfsfólki.
Við vekjum athygli á að Samtökin '78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla þá sem eru að koma út sem trans, sem samkynhneigð/tvíkynhneigð/pankynhneigð/asexúal eða eru í óvissu um kynhneigð eða kynvitund. Lesa má nánar um þá ráðgjöf á heimasíðu samtakanna.