Vel heppnað styrktarhlaup

14 okt 2015

Vel heppnað styrktarhlaup

Við erum ótrúlega stolt af nemendafélaginu okkar sem hét í dag, í samvinnu við verkefnastjórn Heilsueflandi framhaldsskóla í MÍ, styrktarhlaup NMÍ. Hlaupið var til styrktar átakinu Bleika slaufan og alls tóku 59 manns þátt. Þátttakendur ýmist gengu eða hlupu og gátu valið um þrjár vegalengdir; 2,5 km, 5 km og 10 km. Alls söfnuðust hátt í 90.000 kr. og þökkum við öllum þátttakendum fyrir stuðninginn. Er þetta í fyrsta skipti sem svona styrktarhlaup er haldið í MÍ og er það von þeirra sem að hlaupinu stóðu að um árvissan viðburð geti verið að ræða. 

Til baka