Vel heppnuð starfsþróunarferð

4 mar 2024

Vel heppnuð starfsþróunarferð

Föstudaginn 1. mars sl. var haldinn starfsþróunardagur framhaldsskólanna þar sem starfsfólk úr 24 framhaldsskólum á landinu hittist í sameiginlegri starfsþróun. Um 30 starfsmenn MÍ héldu suður til að hitta kollega sína sem mælt höfðu sér mót í framhaldsskólum vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Þannig hittust t.a.m. íslenskukennarar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, fjármálastjórar í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, skjalaverðir í MH og háriðngreinakennarar í Tækniskólanum svo eitthvað sé nefnt. Í skólunum fór fram ýmis konar fræðsla og fundahöld um málefni tengd framhaldsskólum og þeim starfsgreinum sem þar starfa. Dagurinn heppnaðist vonum framar og var starfsfólk skólans sammála um að mikilvægt væri að efla tengsl við starfsfólk annarra framhaldsskóla á landinu og bera saman bækur sínar. Þá var einkar skemmtilegt að líta inn í ólíka framhaldsskóla höfuðborgarsvæðisins og virða fyrir sér aðstöðu og húsnæði.  
 

Til baka