9 okt 2008
Nemendur á 3. stigi vélstjórnar fóru á dögunum í námsferð suður á land ásamt Guðmundi Þór Kristjánssyni kennara sínum. Þeir skoðuðu Íslensku sjávarútvegssýninguna og fóru í skoðunarferð í Hellisheiðarvirkjun. Nemendur voru afar ánægðir með ferðina en styrkir frá ýmsum vestfirskum fyrirtækjum gerðu hana mögulega. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni og nokkrar í viðbót eru komnar inn á myndasíðuna hér til hægri.