16 mar 2018
Á dögunum kom út verknámsblaðið 20/20 sem gefið út af öllum iðn- og verkmenntaskólum á Íslandi, samtals 13 skólar. Nafn blaðsins vísar í sameiginlegt markmið skólanna að 20% grunnskólanemenda skrái sig í iðn- og verknám frá og með árinu 20/20. MÍ á í blaðinu tvær greinar. Annars vegar grein um samstarf skólans við 3X Technology um menntun stálsmiða og hins vegar grein um útskrifaðan stálsmið, Ólaf Njál Jakobsson, sem hefur í gegnum starf sitt ferðast víða og má því segja að stálsmíðin hafi opnað fyrir hann heiminn. Blaðinu er dreift til allra 9. og 10. bekkinga á landinu en það er einnig gefið út í rafrænu formi. Greinar skólans eru á bls. 38-39.