Á þriðjudaginn var opnað milli hæða í bóknámshúsi þegar ný reglugerð um takmörkun á samkomum var birt og fjöldatakmörk voru hækkuð í 200 manns. Nýja reglugerðin gildir til 27. september n.k.
Enn og aftur þökkum við ykkur nemendum og svo frábæru starfsfólki okkar hversu vel skólahald hefur gengið fyrstu vikurnar. Mikilvægt er að við sofnum ekki á verðinum þegar kemur að sótt- og smitvörnum og áfram er okkar sameiginlega markmið að halda skólanum opnum.
Í þessari viku höldum við áfram á sömu braut. Virðum 1 metra regluna, sprittum okkur þegar við komum inn á ný svæði og munum að í stigum í bóknámshúsi er einstefna. Við förum upp hjá sjoppunni eða milli stofu 16 og 17. Við förum niður hjá kennarastofunni og stofu 8 eða milli stofu 3 og 4.
Allir nemendur hafa fengið sendan tölvupóst með upplýsingum fyrir næstu viku, sjá hér.