Vikan 23. - 27. nóv.

20 nóv 2020

Vikan 23. - 27. nóv.

Nú eru tvær og hálf kennsluvika eftir af önninni og þá taka við sex námsmatsdagar. Önnin er sem sagt að verða búin en við þurfum að klára hana! Nú skiptir miklu máli að gefast ekki upp. Ef þú ert í vandræðum ekki hika þá við að leita til okkar í MÍ. Það eru allir, kennararnir þínir, námsráðgjafi og stjórnendur, tilbúnir að aðstoða.

Það fyrirkomulag skólastarfsins sem hér er kynnt gildir til annarloka. 

NÝNEMAR Í BÓKNÁMI:

Það er mat okkar í MÍ að mikilvægt sé að nýnemar hafi tök á að mæta í skólann til að geta sinnt náminu. Næstu þrjá þriðjudaga og tvo fimmtudaga verða vinnustofur fyrir nýnema í bóknámi. Nemendur í verknámi eru velkomnir í slíkar vinnustofur ef þær passa í stundatöfluna þeirra. Kennsla í NÁSS1NN03 fer fram í staðnámi þessa fimm daga. Athugið að kennsla utan þessara tíma verður á Teams eins og verið hefur.

Formið á vinnustofum fyrir nýnemana er þannig að nýnemahópnum er skipt í tvennt og fer skiptingin eftir því hvort þeir eru í hópi 1 eða 2 í áfanganum NÁSS1NN03. Hópur 1 verður með aðstöðu í stofu 4 og hópur 2 verður með aðstöðu í stofum 5 og 6. Nemendur mæta skv. meðfylgjandi töflu og þar má líka sjá í hvaða námsgreinum vinnustofurnar eru og hvenær. Kennarar viðkomandi námsgreina munu mæta í vinnustofurnar og aðstoða nemendur eftir því sem þörf er á. Nemendur sem þurfa að bíða eftir almenningssamgöngum til að komast heim geta verið í sínum stofum.

  

SÓTTVARNIR: Allir þurfa að huga að sínum persónubundnu sóttvörnum. Nauðsynlegt er að spritta sig við komuna inn í skólahúsnæðið og grímuskylda er þegar ekki er hægt að tryggja 2 m fjarlægðarmörk.

 

NEMENDUR Í BÓKNÁMI:

Bóknám verður áfram í fjarkennslu á Teams en kennarar láta nemendur vita með fyrirvara ef einhverjar kennslustundir verða í skólahúsnæðinu.

 

NEMENDUR Í VERKNÁMI:

Verknámskennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

 

NEMENDUR Á STARFSBRAUT:

Starfsbrautarkennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

 

Þessar upplýsingar um fyrirkomulag út önnina er einnig að finna í fréttabréfinu sem sent var út til allra nemenda föstudaginn 20. nóvember:

SJá HÉR 

Til baka