Vísindadagar

27 nóv 2016

Vísindadagar

Dagana 29. og 30. nóvember n.k.  verða vísindadagar í Menntaskólanum á Ísafirði. Er þetta í þriðja skiptið sem slíkir dagar fara fram. Á Vísindadögunum verður hefðbundið skólastarf brotið upp með sýningum og kynningum nemenda á því fjölbreytta starfi sem fram fer í skólanum.

Á Vísindadögunum
 verður ýmislegt í boði. Má þar nefna gagnvirka landafræðikynningu, efnafræðitilraunir, hægt verður að sjá þyngdarlögmálið með eigin augum, boðið verður upp á tímaflakk á tölvusýningu, FabLab verður opið þar sem hægt verður að fylgjast með nemendum gera silkiþrykk, stuttmyndir sem nemendur hafa gert sýndar og ýmiss konar kynninga og sýninga. Er þá aðeins fátt eitt upptalið af því sem nemendur skólans taka sér fyrir hendur á vísindadögum og erum við ákaflega stolt af hugmyndaauðgi þeirra og áhuga. Dagskránni lýkur með verðlaunaafhendingu á miðvikudeginum kl. 14:10. Veitt verða sérstakar viðurkenningar fyrir athyglisverðustu kynninguna og athyglisverðustu sýninguna. Dagskrá Vísindadaganna má finna hér.
 
Vísindadagar MÍ 2016 verða settir í Gryfjunni (sal MÍ) þriðjudaginn 29. nóvember kl. 8:10. Allir íbúar skólasamfélagsins nær og fjær eru velkomnir í skólann á meðan á Vísindadögum MÍ 2016 stendur.

Til baka