REGLUR UM PRÓFTÖKU
1. grein
Ef nemandi er veikur í prófi skal hann tilkynna það til ritara áður en klukkustund er liðin af prófinu. Veikindin ber að staðfesta um leið og nemandi kemst til fullrar heilsu með því að útfylla þar til gert eyðublað sem fæst hjá ritara. Nemandi sem ekki skilar inn þessu eyðublaði hefur þar með fyrirgert rétti sínum til sjúkraprófs. Hafi nemandi sótt 95% kennslustunda á önn og fengið einkunnina 8,5 eða meira í námseinkun getur kennari farið þá leið í námsmati að nemandinn eigi þess kost að þreyta ekki lokapróf en sé það þó heimilt. Þetta gildir þó ekki um loka áfanga til stúdentsprófs.
2. grein
Nemendum ber að sitja hið minnsta eina klukkustund við verkefni sitt í hverju annarprófi. Komi nemandi meira en einni klukkustund of seint til prófs, hefur hann glatað rétti sínum til að þreyta prófið.
3. grein
Nemanda, sem fellur í einum áfanga eða fleirum, er heimilt að endurtaka próf í 6 námseiningum, séu einkunnir í þeim 3 eða hærri. Þetta ákvæði gildir þó ekki um íþróttaáfanga (ÍÞR).
4. grein
Nemandi sem verður uppvís að því að hafa rangt við í prófi telst fallinn á prófinu. Sé brotið alvaralegt á hann á hættu brottvikningu úr skóla, tímabundið eða til frambúðar, eftir alvarleika brots. Hið sama gildir um misferli þar sem námsmat felst í öðru en skriflegu prófi