15 maí 2017
Vorsýning nema á Lista- og Nýsköpunarbraut Menntaskólans á Ísafirði, verður haldin á ganginum í Edinborgarhúsinu næstkomandi fimmtudag kl. 17:00, á sýningunni má sjá afrakstur nemanda úr margmiðlun- og listaáföngum annarinnar.
Á lista- og nýsköpunarbraut er lögð áhersla á listir og nýsköpun. Brautin var stofnuð með það í huga að breikka námsframboð skólans og höfða til þeirra nemenda sem sækja um skólavist og hafa sérstakan áhuga á listum og (ný)sköpun.Brautinni lýkur með framhaldsskólaprófi eftir 120 f-einingar en nemendur geta haldið áfram námi til stúdentsprófs.
ATH! Sýningin stendur aðeins þennan eina dag.