Vörumessur nemenda í Hugmyndir og nýsköpun

11 apr 2023

Vörumessur nemenda í Hugmyndir og nýsköpun

Nemendur í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun, brugðu sér af bæ og tóku þátt í Vörumessu Ungra frumkvöðla í Smáralind. Vel tókst til og voru nemendur sjálfum sér og skólanum til sóma.

Einnig fékk Lista- og nýsköpunarbraut MÍ styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða til að halda eigin Vörumessu Ungra frumkvöðla og var hún haldin í Vestrahúsinu á Ísafirði. Þar sýndu nemendur einnig afurðir sínar og var aðsókn framar vonum.

Vörumessurnar eru hluti af þátttöku nemenda í keppninni Ungir frumkvöðlar á Íslandi, en þess má geta að nemendur MÍ hafa náð langt í keppninni. Dómarar í keppninni hér fyrir vestan voru Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Jóhannes Konrad  Weber vélaverkfræðingur, Víðir Ingþórsson frá Nora Seafood og Guðfinna Helgadóttir sem var fulltrúi dómnefndar Ungra frumkvöðla á landsvísu.

Nemendur hafa unnið að hinum ýmsu verkefnum í janúar og febrúar, t.d. samfélagslegri nýsköpun, verk- og viðskiptaáætlun og ýmislegri hugmyndavinnu. Einnig hafa þau heimsótt Kertahúsið, Hverdagssafnið, Kalksalt, Nora Seafood og fengu heimsókn frá Bláma.
Allir nemendurnir eru skráðir í Ungir frumkvöðlar sem tilheyrir alþjóðlegu samtökunum Junior Achievement (JA).

Um miðjan apríl kemur í ljós hvort nemendur MÍ hafi komist í úrslit keppninnar og munu þá í kjölfarið halda suður á leið og kynna afurðir sínar.

Þau verkefni sem tóku þátt í ár eru eftirfarandi:

ALMA
Árís
Fjörður
Skipti hjálp
Fructus aroma
ISL ljós
JGG clothing
Poddi
Muslim Community
Slétt og brugðið
Skurðarbretti
Rafræn kynning
Dósateus
Gervigreindar bloggið
Lilja útgáfa
Máttur ehf.
MommyPot
Svanlind 

Sérstakar þakkir sendum við Vestfjarðastofu og mentorum nemenda í verkefninu:
Albert Högnason
Björg Sveinbjarnardóttir
Gunnar Ingi Hrafnsson
Sædís Ólöf Þórsdóttir

Til baka