AFMÆLISHÁTÍÐ - MÍ 40 ára

23 sep 2010

AFMÆLISHÁTÍÐ - MÍ 40 ára

1 af 2
Menntaskólinn á Ísafirði fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni verður haldin afmælishátíð í Íþróttahúsinu á Torfnesi laugardaginn 2. október n.k. Hátíðahöldin hefjast kl. 14 og verður dagskráin blanda af tali og tónum auk ljósmyndasýningar úr starfi og félagslífi skólans frá upphafi. Saga Menntaskólans á Ísafirði sem tekin hefur verið saman af Birni Teitssyni fyrrum skólameistara verður formlega afhent skólanum á afmælishátíðinni. Að lokinni dagskrá eru kaffiveitingar og gestum gefst kostur á að skoða húsnæði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.


Saga Menntaskólans á Ísafirði til 2008

Tilboð

Í tilefni af 40 ára afmæli skólans haustið 2010 var ákveðið að gefa út sögu hans. Til að semja texta bókarinnar var ráðinn Björn Teitsson, sagnfræðingur, sem var skólameistari við skólann 1979-2001. Auk meginmáls eru í ritinu skrár yfir nemendur og kennara skólans fram til 2008. Bókina prýða margar myndir, m.a. litmyndir af brautskráðum nemendum 1974-2008. Í rammagreinum eru rakin æviatriði allra skólameistara og ýmissa annarra. Þá er í þó nokkrum rammagreinum birt efni af léttara tagi úr skólalífinu.
Eins og fram kemur í tilkynningu hér framar þá verður Saga Menntaskólans á Ísafirði formlega afhent skólanum á afmælishátíðinni. Þennan dag verður bókin til sölu á sérstöku afmælistilboði til afmælisgesta á kr. 3.900.

Jón Reynir Sigurvinsson
skólameistari

 

Til baka