Tilkynningar

22 ágú 2012

Skólasetning

Skólinn verður settur mánudaginn 27. ágúst kl. 09:00. Nemendur eiga að mæta til skólasetningar á sal og hitta síðan umsjónarkennara sína í umsjónarstofum. Töflubreytingar hefjast hjá námsráðgjöfum og áfangastjóra kl. 10:30. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 28. ágúst.
14 ágú 2012

Skrifstofa opin eftir sumarleyfi

Skrifstofa skólans er nú opin á ný eftir sumarleyfi. Afgreiðslutími er á milli kl. 08:00 og 16:00 frá mánudegi til fimmtudags. Á föstudögum er skrifstofan opin á milli kl. 08:00 og 15:00.

8 maí 2012

Könnun 2012

Foreldrar og forráðamenn nemenda yngri en 18 ára eru beðnir um að taka þátt í könnun sem er liður í sjálfsmati skólans. Til að taka þátt þarf að smella hér og skrá inn notendanafn og lykilorð sem sent hefur verið í pósti. Kærar þakkir fyrir þátttökuna.
23 apr 2012

Fundur með útskriftarefnum

Þriðjudaginn 24. apríl kl. 12:20 munu stjórnendur funda með útskriftarefnum. Rætt verður um kaffisamsæti útskriftarnema, dimission, útskrift og fleira.
18 apr 2012

NÁMSSTYRKUR - ATH!

Hér með er ítrekuð auglýsing eftir umsóknum um styrkveitingu úr minningarsjóði hjónanna Elínar Þorláksdóttur og Benedikts Bjarnasonar frá Meiri-Bakka í Skálavík ytri, sem tilheyrði Hólshreppi, N.-Ísafjarðarsýslu. Í ráði er að úthluta nú í vetur, væntanlega til allt að fjögurra umsækjenda, styrk að upphæð kr. 75.000 eða þar um bil. Til greina koma þeir nemendur við Menntaskólann á Ísafirði, sem búsettir eru á því svæði sem til skamms tíma tilheyrði N.-Ísafjarðarsýslu. Samkvæmt skipulagsskrá minningarsjóðsins skulu nemendur úr hinum forna Hólshreppi, nú Bolungarvíkurkaupstað, að öðru jöfnu njóta forgangs við styrkúthlutun, og skal sérstaklega höfð hliðsjón af atfylgi í námi og fjárhagslegri þörf umsækjanda.


Skriflegum umsóknum um styrkveitingu vegna skólaársins 2011 - 2012 skal skila til skrifstofu skólans eða skólameistara eigi síðar en föstudaginn 27. apríl 2012. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.


Stjórn Minningarsjóðs

Elínar Þorláksdóttur og Benedikts Bjarnasonar.