Tilkynningar

14 feb 2012

Umsjónartími

Nemendur hitta umsjónarkennara í fundartíma fimmtudaginn 16. febrúar, kl. 10:25. Rætt verður um lok 1. lotu og lotumat.

9 feb 2012

Lotulok - lotumat

Fyrstu kennslulotu af þremur lýkur föstudaginn 10. febrúar. Kennarar eru í óðaönn að skrá lotmat nemenda sinna í INNU. Nemendur munu geta skoðað lotumatið í næstu viku undir MIÐANNARMAT.
31 jan 2012

Jöfnunarstyrkur LÍN

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2012 er til 15.febrúar næstkomandi! Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og/eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna. Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is

Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
10 jan 2012

Kór á vorönn

Þessa önn er ætlunin að æfa upp efnisskrá með lögum úr kvikmyndum og söngleikjum og flytja þá dagskrá í kringum Sólrisuhátíðina. Einnig er stefnt á að taka þátt í norrænu kóramóti sem haldið verður í Hörpunni dagana 5.-8. ágúst 2012.

Til að kynna kórinn og verkefnin sem eru framundan verður „opin æfing" n.k. fimmtudag í fyrirlestrasalnum kl. 10:25.

Skorað er á allar raddir (ekki síst karlaraddir) að mæta og kynna sér starfið í kórnum.


Kór Menntaskólans á Ísafirði hefur starfað við skólann síðan á vorönn 2010 undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Kórinn hefur það hlutverk að syngja við athafnir tengdar skólanum s.s. útskriftir, Sólrisuhátíð og nú í desember var hann með aðventustund ásamt leiklistarfélagi skólans í Ísafjarðarkirkju. Kórinn hefur líka verið beðinn um að syngja við athafnir á vegum bæjarfélagsins s.s. á Silfurtorgi þegar kveikt er á jólatrénu og á 17. júní hátíð.

Kórinn er valgrein sem gefur 2 einingar á önn og er mætingaskylda í hann eins og aðra tíma innan skólans. Sækja þarf um leyfi og tilkynna forföll ef nemandi er fjarverandi.

 

Bjarney Ingibjörg

Jón Reynir