Tilkynningar

31 okt 2011

VAL VORANNAR

Nemendur eru minntir á að velja sér áfanga fyrir vorönn 2012. Námsráðgjafar aðstoða við valið ef þörf krefur. Allir sem ætla að stunda nám í skólanum á vorönn þurfa að velja sér áfanga og síðasti dagur vals er þriðjudagurinn 1. nóvember. Eftir það geta nemendur ekki valið sjálfir í INNU og ekki er víst að þeir komist í þá áfanga sem þeir helst kjósa.
26 okt 2011

VALDAGUR 27. OKTÓBER

Fimmtudaginn 27. október eiga nemendur að hitta umsjónarkennara sína í fundartíma og velja sér áfanga fyrir komandi vorönn. Nemendur velja í gegnum INNU og leiðbeiningar um það hvernig á að velja er að finna hér fyrir neðan. Mikilvægt er að nemendur fylgi framvindu sinna brauta. Leiðbeiningar fyrir verknám og bóknám og upplýsingar um það hvaða áfangar eru í boði eru hér fyrir neðan.

Leiðbeiningar vegna vals í INNU
Framvinda verknáms
Framvinda bóknáms
Bóknámsáfangar í boði


14 okt 2011

MIÐANNARMAT

Miðannarmat er nú aðgengilegt í INNU. Til að sjá matið smellið þið á miðannarmat undir námið, vinstra megin á síðunni. Eftirfarandi skali er notaður til að meta vinnu nemenda:

Einkunn

Mat

A

Ágætt.

Nám í afar góðum farvegi, nemandi hefur staðið sig vel bæði í verkefnum og á prófum.

G

Gott.

Nám í góðum farvegi, nemandi hefur  staðið sig þokkalega bæði í verkefnum og á prófum.

S

Sæmilegt. 

Nemandi þarf að bæta námsvinnu.

O

Óviðunandi.

Námsvinnu verulega ábótavant og stefnir í óefni.


 
12 okt 2011

Umsjónartími

Nemendur eiga að hitta umsjónarkennara í fundartíma fimmtudaginn 13. október.

30 sep 2011

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2011-2012 er til 15. október næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd