Tilkynningar

21 des 2011

Gleðileg jól!

Menntaskólinn á Ísafirði óskar nemendum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skólastarf hefst að nýju eftir jólaleyfi þann 4. janúar og eiga nemendur að mæta á sal kl. 9 þann dag. Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu nokkru áður. Sett verður sérstök frétt á heimasíðuna til að tilkynna það, þegar þar að kemur. Bókalistinn er aðgengilegur á heimasíðunni. Skrifstofa skólans verður lokuð í jólaleyfinu og opnar aftur þann 4. janúar. Þeir sem eiga erindi við skólann geta sent tölvupóst á misa@misa.is
13 des 2011

Prófsýning

Prófsýning verður haldin föstudaginn 16. desember milli kl. 11 og 12. Nemendur geta þá skoðað lokapróf í áföngum hjá kennurum. Niðurröðun kennara í stofur verður auglýst nánar á prófsýningardag.
25 nóv 2011

Jólastund í kirkjunni

 Í hádeginu þann 30 nóvember verður jólastund í Ísafjarðarkirkju. Kór MÍ mun þá syngja nokkur jólalög undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar og Hermann Ási leikur með á píanó. Þá munu félagar úr leikfélagi NMÍ flytja stutta dagskrá. Af þessu tilefni verður hringt út kl. 12 og nemendur og starfsfólk ganga til kirkju.  
3 nóv 2011

Vélfræðingur óskast

Vélfræðingur óskast til kennslu á A- og B-stigi vélstjórnar við Menntaskólann á Ísafriði á vorönn 2012. Upphafstími ráðningar er 1. janúar 2012. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2011. Í MÍ er áhersla lögð á mjög góða samskiptahæfni og þátttöku starfsmanna í öflugu þróunarstarfi í kennsluháttum. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og stofnanasamningi MÍ.

Umsækjendur þurfa að hafa löggild réttindi í viðkomandi kennslugrein sbr. lög nr. 87/2008. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum og er öllum svarað þegar ákvarðanir um ráðningar liggja fyrir. Umsókn ásamt staðfestu ljósriti af prófskírteinum skal senda til skólameistara jon@misa.is sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 450-4400 eða í vasasíma 896-4636. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.

                                  

Jón Reynir Sigurvinsson

Skólameistari