HAFRAGRAUTUR Í MÖTUNEYTI

28 sep 2011

HAFRAGRAUTUR Í MÖTUNEYTI

Samkvæmt rannsóknum er morgunmaturinn ein mikilvægasta máltíð dagsins. Engu að síður sleppa margir því að fá sér morgunverð í upphafi dags. Mæti nemendur svangir í skólann getur það dregið verulega úr vellíðan og námsárangri. Afleiðingarnar lýsa sér í þreytu, slappleika, einbeitingarskorti og eirðarleysi. Menntaskólinn á Ísafirði er heilsueflandi framhaldsskóli og í vetur er áherslan lögð á næringu. Sú nýjung verður því í skólastarfinu frá og með föstudeginum 30. september að boðið verður upp á frían hafragraut í mötuneyti skólans kl. 7:50-9:10. Þetta verður gert til reynslu í nokkrar vikur og bundnar eru vonir við að framhald geti orðið á ef undirtektir verða góðar.

Til baka