22 nóv 2010
Nú styttist í lokapróf haustannar. Góður undirbúningur minnkar álag og leiðir til betri árangurs í prófunum. Mikilvægt er að gera tímaáætlun og eru námsráðgjafar skólans reiðubúnir til að aðstoða nemendur með slíkt. Á heimasíðu skólans er hægt að nálgast bæklinginn „Heilræði fyrir próf" sem hefur að geyma nytsamlegar upplýsingar sem tengjast prófundirbúningi og próftöku.
Námsráðgjafar