Viðbrögð vegna COVID-19

18 ágú 2021

Upphaf skólastarfs á haustönn

Við upphaf haustannar eru eftirfarandi sóttvarnir í gangi:

  • SMITRAKNINGARAPPIÐ - VERTU MEÐ APPIÐ Í SÍMANUM
    • Við biðjum alla nemendur um að vera með rakningarappið c-19 í símanum. Appið má nálgast í App Store eða Google play.
  • HÆGRI REGLAN
    • Höldum okkur hægra megin á göngunum.
  • GRÍMUSKYLDA
    • Það er erfitt að tryggja 1m fjarlægðarregluna í skólanum svo við notum grímur - nema í kennslustundum.
  • HANDÞVOTTUR/SPRITT
    • Mikilvægt er að huga vel að smitvörnum. Allir þurfa að þvo sér vel um hendur með sápu/spritta áður en kennsla hefst. Spritt er við kennslustofur sem allir hafa aðgang að.

  • SNERTUM SEM MINNST
    • Mikilvægt er að hafa snertifleti sem fæsta svo vinsamlegast ekki snerta neitt sem er óþarfi að snerta.

  • VEIK/UR VERTU HEIMA
    • EKKI mæta í skólann ef þú ert með einhver flensulík einkenni, sama hversu lítil þau eru. Hafðu þá samband við heilsugæsluna s. 4504500 og fáðu að fara í sýnatöku.
  • TILKYNNA VEIKINDI
    • Veikindi skal tilkynna eins og áður í gegnum INNU eða á netfangið misa@misa.is  

      Nemendur sem þurfa að fara í sóttkví eða einangrun þurfa að tilkynna um það á netfangið misa@misa.is

16 apr 2021

Ný reglugerð komin út

Nú er komin út ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og gildir hún til 5. maí. Henni fylgir lítil breyting hvað skólahald varðar:

  • Í stað 2 m fjarlægðartakmarkana má nú vera 1 m. Stólum og borðum í mötuneytinu hefur nú verið raðað í samræmi við það.

Áfram þarf að vanda allar sóttvarnir, spritta sig þegar komið er inn á ný svæði og alls staðar er grímuskylda. Nemendur þurfa áfram að sótthreinsa borð og stóla eftir kennslustundir í samstarfi við kennara.

 Nú eru aðeins 14 kennsludagar, fyrir utan 6 námsmatsdaga, eftir af önninni. Nú er bara að gefa í á lokametrunum, klára áfangana og halda sóttvarnirnar út. Við getum þetta!

3 jan 2021

Upphaf vorannar

Kæru nemendur

Við í MÍ bjóðum ykkur velkomin í skólann á nýju ári. Ný reglugerð um skólastarf hefur tekið gildi sem hefur ýmsar jákvæðar breytingar í för með sér en ljóst er að hún mun falla úr gildi ef smitum fjölgar í samfélaginu. Óvissan við upphaf vorannar er því mikil. Það mun því reyna á okkur öll eins og áður að láta skólastarfið ganga - með hvaða hætti sem það verður. Saman munum við geta þetta!

 

Smellið hér til að lesa fréttabréf sem allir nemendur hafa fengið sent.

4 des 2020

Síðustu kennsludagar og námsmatsdagar

Kæru nemendur,

þá fer þessari undarlegu önn alveg að ljúka. Nú eru bara tveir kennsludagar eftir af önninni og þá taka við sex námsmatsdagar.

Þið hafið staðið ykkur ótrúlega vel að halda þetta út. Við gerum okkur grein fyrir að mörgum hefur reynst þetta erfitt og þetta hafa verið krefjandi aðstæður fyrir alla. Tilkoma bóluefnis gefur okkur tilefni til bjartsýni og vonandi getum við öll mætt í skólann í upphafi vorannar.

Hér fyrir neðan fylgja upplýsingar um síðustu kennslu- og námsmatsdaga, útskrift og upphaf vorannar.

Gangi ykkur öllum vel á lokasprettinum.

Smellið hér til að sjá fréttabréfið sem sent var til allra nemenda. 

 

 

NÝNEMAR Í BÓKNÁMI:

Síðustu vinnustofur nýnema verða þriðjudaginn 8. desember og verða þær með sama fyrirkomulagi og undanfarnar tvær vikur.

 

NEMENDUR Í BÓKNÁMI:

Bóknám verður í fjarkennslu á Teams en kennarar hafa látið nemendur vita ef einhverjir tímar verða í skólahúsnæðinu mánudag og/eða þriðjudag. 

 

NEMENDUR Í VERKNÁMI:

Verknámskennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

 

NEMENDUR Á STARFSBRAUT:

Starfsbrautarkennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

30 nóv 2020

Vikan 30. nóv. - 4. des.

Kæru nemendur,

nú er bara ein og hálf kennsluvika eftir af önninni og þá taka við sex námsmatsdagar. 

Fyrirkomulag skólastarfsins sem kynnt var í síðustu viku gildir til annarloka:

Vinnustofur nýnema í bóknámi og NÁSS verða á þriðjudag og fimmtudag í skólanum. 

NEMENDUR Í BÓKNÁMI: Bóknám verður áfram í fjarkennslu á Teams en kennarar láta nemendur vita með fyrirvara ef einhverjar kennslustundir verða í skólahúsnæðinu.

NEMENDUR Í VERKNÁMI: Verknámskennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

NEMENDUR Á STARFSBRAUT: Starfsbrautarkennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

Bókasafnið í skólanum verður opið út önnina. Geta nemendur nýtt sér þjónustu safnsins í samráði við safnvörð sem verður á staðnum. Fjöldatakmarkanir og reglur um sóttvarnir gilda á bókasafninu eins og í skólanum og er mikilvægt að allir fylgi þeim.

Nemendaþjónusta við nemendur er með sama sniði og verið hefur. Nemendur geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra HÉR. Við hvetjum nemendur til að leita til námsráðgjafa með allt sem snýr að náminu.

SÓTTVARNIR: Allir þurfa að huga að sínum persónubundnu sóttvörnum. Nauðsynlegt er að spritta sig við komuna inn í skólahúsnæðið og grímuskylda er þegar ekki er hægt að tryggja 2 m fjarlægðarmörk.

 

Gangi ykkur öllum áfram vel

og endilega hafið samband við skólann ef það eru einhverjar spurningar.

Þessi skrítna önn er alveg að verða búin! 

 

30 nóv 2020

Vikan 30. nóv. - 4. des.

Kæru nemendur,

nú er bara ein og hálf kennsluvika eftir af önninni og þá taka við sex námsmatsdagar. 

Fyrirkomulag skólastarfsins sem kynnt var í síðustu viku gildir til annarloka:

Vinnustofur nýnema í bóknámi og NÁSS verða á þriðjudag og fimmtudag í skólanum. 

NEMENDUR Í BÓKNÁMI: Bóknám verður áfram í fjarkennslu á Teams en kennarar láta nemendur vita með fyrirvara ef einhverjar kennslustundir verða í skólahúsnæðinu.

NEMENDUR Í VERKNÁMI: Verknámskennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

NEMENDUR Á STARFSBRAUT: Starfsbrautarkennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

Bókasafnið í skólanum verður opið út önnina. Geta nemendur nýtt sér þjónustu safnsins í samráði við safnvörð sem verður á staðnum. Fjöldatakmarkanir og reglur um sóttvarnir gilda á bókasafninu eins og í skólanum og er mikilvægt að allir fylgi þeim.

Nemendaþjónusta við nemendur er með sama sniði og verið hefur. Nemendur geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra HÉR. Við hvetjum nemendur til að leita til námsráðgjafa með allt sem snýr að náminu.

SÓTTVARNIR: Allir þurfa að huga að sínum persónubundnu sóttvörnum. Nauðsynlegt er að spritta sig við komuna inn í skólahúsnæðið og grímuskylda er þegar ekki er hægt að tryggja 2 m fjarlægðarmörk.

 

Gangi ykkur öllum áfram vel

og endilega hafið samband við skólann ef það eru einhverjar spurningar.

Þessi skrítna önn er alveg að verða búin! 

 

26 nóv 2020

Vikan 23. - 27. nóv.

Nú eru tvær og hálf kennsluvika eftir af önninni og þá taka við sex námsmatsdagar. Önnin er sem sagt að verða búin en við þurfum að klára hana! Nú skiptir miklu máli að gefast ekki upp. Ef þú ert í vandræðum ekki hika þá við að leita til okkar í MÍ. Það eru allir, kennararnir þínir, námsráðgjafi og stjórnendur, tilbúnir að aðstoða.

Það fyrirkomulag skólastarfsins sem hér er kynnt gildir til annarloka. 

NÝNEMAR Í BÓKNÁMI:

Það er mat okkar í MÍ að mikilvægt sé að nýnemar hafi tök á að mæta í skólann til að geta sinnt náminu. Næstu þrjá þriðjudaga og tvo fimmtudaga verða vinnustofur fyrir nýnema í bóknámi. Nemendur í verknámi eru velkomnir í slíkar vinnustofur ef þær passa í stundatöfluna þeirra. Kennsla í NÁSS1NN03 fer fram í staðnámi þessa fimm daga. Athugið að kennsla utan þessara tíma verður á Teams eins og verið hefur.

Formið á vinnustofum fyrir nýnemana er þannig að nýnemahópnum er skipt í tvennt og fer skiptingin eftir því hvort þeir eru í hópi 1 eða 2 í áfanganum NÁSS1NN03. Hópur 1 verður með aðstöðu í stofu 4 og hópur 2 verður með aðstöðu í stofum 5 og 6. Nemendur mæta skv. meðfylgjandi töflu og þar má líka sjá í hvaða námsgreinum vinnustofurnar eru og hvenær. Kennarar viðkomandi námsgreina munu mæta í vinnustofurnar og aðstoða nemendur eftir því sem þörf er á. Nemendur sem þurfa að bíða eftir almenningssamgöngum til að komast heim geta verið í sínum stofum.

  

SÓTTVARNIR: Allir þurfa að huga að sínum persónubundnu sóttvörnum. Nauðsynlegt er að spritta sig við komuna inn í skólahúsnæðið og grímuskylda er þegar ekki er hægt að tryggja 2 m fjarlægðarmörk.

 

NEMENDUR Í BÓKNÁMI:

Bóknám verður áfram í fjarkennslu á Teams en kennarar láta nemendur vita með fyrirvara ef einhverjar kennslustundir verða í skólahúsnæðinu.

 

NEMENDUR Í VERKNÁMI:

Verknámskennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

 

NEMENDUR Á STARFSBRAUT:

Starfsbrautarkennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

 

Þessar upplýsingar um fyrirkomulag út önnina er einnig að finna í fréttabréfinu sem sent var út til allra nemenda föstudaginn 20. nóvember:

SJá HÉR 

15 nóv 2020

Vikan 16. - 20. nóv.

Þriðjudaginn 17. nóvember rennur út núgildandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.

Föstudaginn 13. nóvember var kynnt hvaða breytingar eru fyrirhugaðar þann 18. nóvember n.k.

Fyrstu viðbrögð okkar við þeim fréttum eru að líklega verða ekki miklar breytingar á skólastarfi en við vitum það betur þegar reglugerðin hefur verið gefin út. Ef ástæða verður til breytinga fáið þið upplýsingar um það mánudaginn 16. nóv. eða þriðjudaginn 17. nóv. 

8 nóv 2020

Vikan 9. - 13. nóv.

Kennsla vikuna 9. - 13. nóv. í MÍ

Nú er farið að síga á seinnihluta annarinnar og eru bara rúmar fjórar vikur eftir af kennslu á önninni. Næsta vika verður vonandi síðasta vikan í ströngu skólahaldi. Reglugerðin sem nú er í gildi rennur út 17. nóvember og ef allt fer á besta veg verða vonandi tilslakanir í framhaldinu.

Námsmatsdagur verður á miðvikudaginn. Þá er ekki reglubundin kennsla en hugsanlega eru nemendur boðaðir í skólann/á Teams til að ljúka verkefnum eða taka sjúkrapróf. Kennarar hafa þá upplýst nemendur um það. Lotumat 2 verður birt á fimmtudaginn. 

Á fundartíma á fimmtudaginn, 12. nóv. kl. 11.05, verður skólafundur á Teams með öllum nemendum og starfsfólki skólans þar sem við förum yfir stöðuna og ræðum saman um skólastarfið. Slóð verður send á fundinn með tölvupósti. 

Í næstu viku verður fyrirkomulag kennslu eins og í síðustu viku.

  • Allt bóknám verður á Teams.
  • Kennsla í verknámi verður óbreytt, nemendur fá upplýsingar frá kennurum um fyrirkomulag. 
  • Kennsla á starfsbraut helst óbreytt.


Einstaka nemendur þurfa að mæta skv. stundatöflu nema annað komi fram frá kennurum á Moodle. Það eru nemendur í eftirtöldum áföngum:

  • EFNA3EJ05 stofa 7, kennari: Jónas Þór Birgisson
    KVMG1IK05 stofa 10-12, kennari: Einar Þór Gunnlaugsson
    TÓNL1HS05 stofa 8, kennari: Andri Pétur Þrastarson

Nú sem áður er mikilvægt að sinna persónubundnum sóttvörnum. Alls staðar þarf að halda 2 metra fjarlægð og grímuskylda er áfram í skólanum.

Fyrir helgi sendi námsráðgjafi öllum nemendum hvatningarorð sem við hvetjum ykkur til að skoða. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við skólann.

Gangi ykkur öllum vel í komandi kennsluviku og sjáumst á skólafundi á fimmtudaginn. 

1 nóv 2020

Vikan 2. - 6. nóv. og ný reglugerð

Nú er ljóst að við munum búa við hertar sóttvarnaraðgerðir til 17. nóvember.

Kennsla vikuna 2. - 6. nóv. í MÍ

Við munum halda áfram með allt bóknám á Teams. Eina breytingin verður sú að frá og með morgundeginum, 2. nóv., verður NÁSS einnig eingöngu kennt á TEAMS.

Kennsla í verknámi verður að mestu óbreytt, nemendur fá upplýsingar frá kennurum um fyrirkomulag. 

Kennsla á starfsbraut helst óbreytt.


Einstaka nemendur þurfa að mæta skv. stundatöflu nema annað komi fram frá kennurum á Moodle. Það eru nemendur í eftirtöldum áföngum:

• EFNA3EJ05 stofa 7, kennari: Jónas Þór Birgisson
• KVMG1IK05 stofa 10-12, kennari: Einar Þór Gunnlaugsson
• TÓNL1HS05 stofa 8, kennari: Andri Pétur Þrastarson

Nú sem áður er mikilvægt að sinna persónubundnum sóttvörnum. Alls staðar þarf að halda 2 metra fjarlægð og grímuskylda er áfram í skólanum.

Nú er ljóst að um langhlaup er að ræða. Við getum þetta öll saman, förum varlega, og hugsum vel um okkur og alla í kringum okkur.

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við skólann.

Gangi ykkur öllum vel í komandi kennsluviku.

-------------------------------------------------------------------------------------

Ný reglugerð um skólahald hefur verið gefin út, að kvöldi 1. nóvember. Hana er að finna HÉR 

Um framhaldsskólana segir:

Framhaldsskólar og menntastofnanir sem kenna á framhaldsskólastigi:

Skólastarf er heimilt ef nemendur og starfsfólk geta haft minnst 2 metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfsmanna fer ekki yfir 10 í hverju rými. Í áföngum á fyrsta námsári mega allt að 25 einstaklingar deila sama rými, svo fremi sem tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga er tryggð. Blöndun nemenda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa.

Í sameiginlegum rýmum, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að notast sé við andlitsgrímu.

Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu, listkennslu, klínísku námi og kennslu nemenda á starfsbrautum, skulu nemendur, sé þess kostur, og kennarar nota andlitsgrímu.

Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum. Takmarka skal gestakomur í skólabyggingar.

Heimilt er að halda þýðingarmikil próf fyrir allt að 30 einstaklinga í vel loftræstum rýmum, að uppfylltri 2 metra nálægðartakmörkun og ýtrustu sóttvarnaráðstöfunum.

------------------------------------------------------------------------------------