Tilkynningar

23 feb 2011

Umsjónartími

Umsjónartími vegna miðannarmats er í fundartíma fimmtudaginn 24. febrúar. Nemendur eiga að hitta umsjónarkennara sína í umsjónarstofum.
10 feb 2011

Sálrænn stuðningur - kynning á sal

Föstudaginn 11. febrúar sem er 112 dagurinn munu Harpa Guðmundsdóttir og Auður Ólafsdóttir, fulltrúar frá RKÍ á Ísfirði koma í skólann og kynna sálrænan stuðning. Fyrirlesturinn verður á sal og hefst kl. 12:15. Nemendur eru hvattir til að fjölmenna og kynna sér þetta málefni.
27 jan 2011

SÓLARKAFFI

Að vanda bjóða 3. bekkingar til sólarkaffis af því tilefni að sólin fór að sjást í Sólgötunni í fyrradag. Allir í skólanum eru velkomnir í gryfjuna í löngu frímínútum til að gæða sér á pönnukökum og fleira fíneríi.
25 jan 2011

Úrsögn úr áföngum

Athygli nemenda er vakin á því að síðasti frestur til að skrá sig úr áfanga á vorönn er 31. janúar n.k. Látið námsráðgjafa eða áfangastjóra vita ef þið hyggist skrá ykkur úr áfanga.