Kynningu háskólanna er frestað enn og aftur þar sem ekki var flugfært í morgun. Nánar auglýst síðar.
Tilkynningar
Mæting í skólann kl. 08:00 - Morgunsöngur á sal og svo fara allir í smiðjurnar. Smellið á smiðjur til að sjá hvar þið eigið að vera.
ATH. Nemendur í sokkaprjóni hafi með sér garn og prjóna
ATH. Nemendur í tónlistarsmiðju hafi með sér hljóðfæri ef þeir eiga
FÖSTUDAGUR
Smiðjur kl. 8-9
Smiðjur kl. 9-10
Smiðjur kl. 10:30-12
ATH! Þátttakendur í slöngubátum kl. 10:30 eiga að mæta við Guðmundarbúð!
Það er mikið um að vera hjá nemendum MÍ um helgina. Söngkeppni skólans verður haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi á föstudagskvöldið og keppt verður við MORFÍS lið MH á laugardagskvöldið á sal skólans. Söngkeppnin hefst kl. 20:00 en húsið verður opnað kl. 19:45. Sigurvegari keppninnar verður fulltrúi skólans á söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri síðar á vorönninni.