Tilkynningar

22 nóv 2010

Heilræði fyrir próf

Nú styttist í lokapróf haustannar.  Góður undirbúningur minnkar álag og leiðir til betri árangurs í prófunum.  Mikilvægt er að gera tímaáætlun og eru námsráðgjafar skólans reiðubúnir til að aðstoða nemendur með slíkt.  Á heimasíðu skólans er hægt að nálgast bæklinginn „Heilræði fyrir próf" sem hefur að geyma nytsamlegar upplýsingar sem tengjast prófundirbúningi og próftöku.

 

Námsráðgjafar

3 nóv 2010

PRÓFTAFLA HAUSTANNAR

Próftafla haustannar er tilbúin og töflur nemenda eru aðgengilegar í INNU. Próftöfluna í heild sinni er líka að finna hér á heimasíðunnni.Endurtektar- og sjúkrapróf eru miðvikudaginn 15. desemember.  Prófsýning er fimmtudaginn 16. desember kl.12:00-13:00.
27 okt 2010

VALDAGUR 28. OKTÓBER

Valdagur vegna vorannar 2011 verður í fundartímanum fimmtudaginn 28 október. Nemendur eiga að mæta í stofur hjá umsjónarkennara og velja sér áfanga í INNU. Mikilvægt er að þeir nemendur sem ætla að stunda nám við skólann næsta haust velji sér áfanga. Umsjónarkennarar aðstoða við valið ef þörf krefur. Hér er leiðbeiningablað fyrir nemendur vegna vals í INNU

20 okt 2010

Fundur í foreldrafélagi MÍ

Foreldrafélag MÍ heldur fund miðvikudaginn 20. október kl. 18:00. Fundurinn verður haldinnn í fyrirlestrasal skólans og er opinn öllum foreldrum og forráðamönnum nemenda skólans. Foreldrar og forráðamenn nemenda yngri en 18 ára eru sjálfkrafa félagar í foreldrafélaginu en forledrar og aðstandendur eldri nemenda eru að sjálfsögðu einnig velkomnir á fundinn. Á fundinum verður kosin ný stjórn og rætt um starf vetrarins.