Tilkynningar

29 ágú 2011

Fundur með foreldrum og forráðamönnum

Árlegur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn í fyrirlestrasal skólans mánudaginn 29. ágúst kl. 18:00. Skólameistari, námsráðgjafar og áfangastjóri munu kynna skólastarfið og einnig verður kynning á niðurstöðum rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungs fólks. Þá munu umsjónarkennarar nýnema segja frá kennslu í lífsleikni og hinni árleg nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði, sem farin verður dagana 1.-2. september.
16 jún 2011

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með mánudeginum 20 júní til og með miðvikudagsins 3. ágúst.
24 maí 2011

Brautskráning og skólaslit laugardaginn 28. maí kl. 13.00

 

Laugardaginn 28. maí 2011verða nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði. Athöfnin fer fram í Ísafjarðarkirkju og hefst klukkan 13.00. Skólinn býður öllum Vestfirðingum og velunnurum skólans velkomna að vera við athöfnina.

 

Jón Reynir Sigurvinsson
Skólameistari

23 maí 2011

PRÓFSÝNING

Prófsýning verður í skólanum 24. maí frá kl. 12:00-13:00.