Nemendur í grunndeild rafiðngreina fóru á dögunum í skemmtilega og áhugaverða vísindaferð. Orkubú Vestfjarða var heimsótt og skoðuðu nemendur m.a. starfstöð Landsnets. Vakti ferðin mikla lukku og þakkir færðar fyrir góðar mótttökur.
Fréttir
Nemendur í hönnun hafa verið dugleg að heimsækja fyrirtæki á svæðinu í haust til að kynna sér starfsemi þar sem einhvers konar hönnun fer fram. Þar var margt áhugavert að sjá og heyra um eins og myndirnar bera með sér. Ólöf Dómhildur kennari í lista- og nýsköpunargreinum fylgdi nemendum í fyrirtækin og tók þessar skemmtilegu myndir m.a. af efnivið sem nemendur geta notað í verkefni í hönnunaráföngum. Fyrirtækin eru Ívaf, Háskólasetrið, Pixel, Hampiðjan og Netagerðin þar sem vinnustofur eru fyrir fólk í skapandi greinum.
Kæru nemendur
Nú er komið að vali fyrir vorönn 2024.
Valið sjálft fer fram í gegnum INNU.
Allir nemendur í dagskóla sem ætla að halda áfram námi þurfa að velja áfanga fyrir næstu önn. Ekkert val þýðir engin stundatafla! Nemendur þurfa að velja 1 áfanga í varaval.
Fjarnemendur með MÍ sem heimaskóla, sem ætla að halda áfram fjarnámi við skólann og borga fyrir fjarnámið, geta líka valið áfanga.
Nýnemar fá aðstoð við valið í NÁSS1NN03. Allir nemendur geta auk þess fengið aðstoð við valið hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa. Hægt er að panta tíma hjá ritara eða með því að smella hér.
Væntanleg útskriftarefni: Nemendur sem ætla að útskrifast í maí 2024 þurfa að panta tíma hjá áfangastjóra eða námsráðgjafa til að fara yfir valið. Hægt er að panta tíma hjá ritara eða með því að smella hér.
Dagskólanemendur sem ætla ekki að vera við nám á haustönn þurfa að láta áfangastjóra vita martha@misa.is
Allar frekari upplýsingar um fyrirkomulag vals og áfanga í boði er að finna
hér
Bára Laxdal Halldórsdóttir frá Rafmennt heimsótti nemendur í grunndeild rafiðngreina í dag og færði þeim öllum gæðalegar vinnubuxur sem munu koma að góðum notum. Við þökkum Báru og Rafmennt kærlega fyrir. Á myndinni má sjá nemendur með Báru, Sigurði Óskari kennara og Heiðrúnu skólameistara.
Í einni af skemmtilegri stofum skólans var boðið upp á kaffi í morgunsárið fyrir stofugesti.
Einn nemandi tók sig til, vaknaði snemma og bakaði dýrindis tertu fyrir bekkjarfélaga sína og kennara.
Áfangastjóri tróð sér með í kaffi og kom skælbrosandi og mett út á eftir.
Takk fyrir mig :)
Viljum vekja athygli á að Menntaskólinn við Hamrahlíð býður upp á ýmis tungumálastöðupróf í október.
Prófað verður í eftirfarandi tungumálum: arabísku, filippeysku, finnsku, litháísku, pólsku, rússnesku, sebnesku, tékknesku og víetnamísku.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á jog@mh.is með eftirfarandi upplýsingum:
1. Fullt nafn
2. Kennitala
3. Netfang
4. Símanúmer
5. Skóli sem nemandi stundar nám við
6. Stöðupróf í hvaða tungumáli
Próftökugjald er 15.000 kr. og greiðist á skrifstofu skólans.
Próftakar verða að hafa meðferðis skilríki í prófið.
Nemendur á starfsbraut tóku upp á því í vikunni að veita gildum skólans meiri athygli en gildi skólans eru virðing, metnaður og vellíðan. Úr varð þessi skemmtilega hurðarskreyting sem nú prýðir stofuna þeirra. Unnið er að því að gera gildi skólans meira sýnileg innan veggja hans og utan og þökkum við nemendunum kærlega fyrir þetta frábæra frumkvæði.
Sigurður Freyr Kristinsson frá Félagi íslenskra rafvirkja kom færandi hendi á dögunum með þrjá fjölmæla að gjöf.
Sigurður Óskar kennari í rafiðngreinum tók á móti mælunum og þökkum við Patreki og félögum kærlega fyrir gjöfina sem mun koma að góðum notum í kennslu.
Í síðustu viku fengum við ákaflega skemmtilega heimsókn frá Finnlandi þegar 12 nemendur og 4 kennarar frá framhaldsskóla í Helsinki komu hingað í Erasmus verkefni. Verkefnið ber yfirskriftina Menning og líf í vatni og fengu gestirnir að kynnast skólanum okkar, nemendum og svæðinu almennt hér í kring. Dvöldu gestirnir hér á Ísafirði í rúma viku og sinntu fjölbreyttum viðfangsefnum innan dyra og utan. Finnsku nemendurnir voru hýstir af íslenskum nemendum og vonumst við til að fá tækifæri til að endurgjalda heimsóknina við tækifæri.
Í vikunni var skólastarfið brotið hressilega upp með tveimur óhefðbundnum dögum, 13. og 14. september. Þema daganna var umhverfismál og gildi skólans - Virðing, metnaður og vellíðan. Markmið daganna var að hrista nemendur saman í byrjun skólaársins og í stað hefðbundinnar stundaskrár var dagskrá skipulögð bæði af starfsfólki og nemendum. Nemendur fengu að velja heiti á dagana og fékk nafnið ,,Sápudagar" flest atkvæði í valinu. Nemendur tók m.a. þátt í íþróttadegi, endurnýttu gömul skrifborð, tóku ljósmyndir og bjuggu til myndbönd tengd þemanu.
Við þökkum nemendum og starfsfólki kærlega fyrir vel heppnaða daga, þið eruð frábær!