26 maí 2007

Útskrift og skólaslit MÍ

Í dag, laugardaginn 26. maí, var Menntaskólanum á Ísafirði slitið í 37. sinn. 40 nemendur voru útskrifaðir; 28 stúdentar, 2 sjúkraliðar, 1 úr rennismíði, 2 af 2. stigi vélstjórnar og 7 úr grunnnámi málmiðngreina.

Hæstu einkunn hlaut Edith Guðmundsdóttir Hansen stúdent af náttúrufræðibraut. Hún hlaut 1. ágætiseinkunn, 9,41. Hlaut hún verðlaun sem Aldarafmælissjóður Ísafjarðarbæjar gefur þeim nemanda sem hlýtur hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi.

Meira