19 jún 2008
Menntaskólanum á Ísafirði var slitið í 38 sinn við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. maí sl. Útskrifaðir voru 47 nemendur; 3 með 1. stig vélstjórnar, 2 með 2. stig vélstjórnar, 2 sjúkraliðar, 5 húsasmiðir, 7 stálsmiðir, 24 stúdentar, 1 meistari í matreiðslu og 3 meistarar í hársnyrtiiðn. Útskriftarnemarnir Bryndís Guðmundsdóttir og Halldór Sveinsson léku á hljóðfæri, fulltrúar afmælisárganga fluttu ávörp og verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Gísli Kristjánsson stúdent af náttúrufræðbraut. Hann hlaut 1. ágætiseinkunn 9,29 og fékk peningaverðlaun sem Aldarafmælissjóður Ísafjarðarbæjar gefur.