29 okt 2008

VAL VORANNAR

Nemendur bóknámsbrauta og sjúkraliðanemar eru minntir á að velja sér áfanga fyrir vorönn 2009. Hér eru leiðbeiningar með rafrænu vali í INNU.
13 okt 2008

Heimsókn frá Frakklandi

Nemendur frá samstarfsskóla okkar Lycée Sainte Marie du Port í Sable d´Olonne eru í heimsókn þessa vikuna. Þau komu á föstudaginn og verða hér fram á fimmtudag. Um helgina fóru þau m.a. á Hrafnseyri, í Dýrafjörð og á Flateyri og Suðureyri. Þau munu einnig heimsækja Bolungarvík o.fl á meðan á dvölinni stendur. Við vonum að þau njóti dvalarinnar en nemendur úr MÍ munu endurgjalda þeim heimsóknina í mars á næsta ári.
10 okt 2008

Gettu betur í vetur

Það voru þau Hallberg Brynjar Guðmundsson, Halldór Smárason og Þorgerður Þorleifsdóttir sem sigruðu í spurningakeppninni Gettu betur í vetur. Þau lögðu lið Ásgeir Guðmundar Gíslasonar, Hjalta Más Magnússonar og Stefáns Pálssonar í spennandi úrslitaviðureign. Áhugi og árangur keppenda hefur verið mikill í kringum keppnina og er tilvonandi þátttakendum í Gettu betur keppni framhaldsskólanna óskað góðs gengis.
10 okt 2008

Frá Heimili og skóla

Landsamtökin Heimili og skóli hafa sent skólanum skilaboð til birtingar á heimasíðunni. Skilaboðin er hægt að nálgast hérna.
10 okt 2008

Reglur um dreifnámið

Nemendum er bent á að kynna sér vel eftirfarandi reglur um dreifnám:
Greiða skal innritunar- og kennslugjald við upphaf annar.
Dreifnám í MÍ er lotunám. Gert er ráð fyrir að a.m.k. 6 lotum á hverri önn. Samkvæmt 6 lotu skipulagi er lagt inn efni annan hvern þriðjudag.

 

Meira

9 okt 2008

Kappróður á Pollinum

Hinn árlegi kappróður Menntaskólans á Ísafirði fór fram 9. október og er þetta í áttunda sinn sem keppnin er haldin. Fimm lið tóku þátt í keppninni að þessu sinni en veðrið var ekki eins hagstætt og í fyrri róðrarkeppnum. Að þessu sinni tókst kennurum að fara með sigur af hólmi í karlaflokki en hinar óreyndu "Ungmeyjar" komu öllum á óvart og sigruðu "Stellurnar" í hörkuspennandi keppni. Fleiri myndir úr kappróðrinum eru á myndasíðunni.
9 okt 2008

Vélstjórnarnemar á Sjávarútvegssýningunnni

Nemendur á 3. stigi vélstjórnar fóru á dögunum í námsferð suður á land ásamt Guðmundi Þór Kristjánssyni kennara sínum. Þeir skoðuðu Íslensku sjávarútvegssýninguna og fóru í skoðunarferð í Hellisheiðarvirkjun. Nemendur voru afar ánægðir með ferðina en styrkir frá ýmsum vestfirskum fyrirtækjum gerðu hana mögulega. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni og nokkrar í viðbót eru komnar inn á myndasíðuna hér til hægri.
29 sep 2008

Góðir gestir

Þann 29 september sl. komu fulltrúar frá Vestfjarðadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga færandi hendi í skólann. Þær færðu sjúkraliðabraut skólans blóðþrýstingsmæli til minningar um Pálínu Elíasdóttur fyrrum nemanda á sjúkraliðabrautinni og í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri en hún hefði orðið fertug þennan dag.Pálína lauk sjúkraliðanámi frá MÍ og einnig stúdentsprófi. Hún stundaði fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri þegar hún lést. Hún var í hópi fjarnámsnema sem sóttu tíma gegnum fjarfundarbúnað í MÍ og höfðu einnig vinnuaðstöðu á heimavist skólans. Stjórnendur skólans færa Vestfjarðadeildinni kærar þakkir fyrir gjöfina.
16 sep 2008

Nýnemaferð í Dýrafjörð

Hin árlega nýnemaferð var farin dagana 11. og 12. september sl. Farið var að Núpi í Dýrafirði og var ferðin að vanda vel heppnuð. Myndir úr ferðinni eru komnar inn á myndasíðuna.
15 sep 2008

Próftafla haustannar

Próftaflan er nú tilbúin og aðgengileg hér á vef skólans og einnig í INNU. Nemendur eru hvattir til að kynna sér próftöfluna vel og einnig minntir á að ef þeir ætla að skrá sig úr áföngum á haustönn þá er það hægt fram á miðvikudaginn 17. september.