8 sep 2008

Upphaf dreifnáms

Dreifnámsnemar eru boðnir velkomnir til starfa en dreifnámið hefst þriðjudaginn 9. september. Kennt verður í 6 námslotum.
4 sep 2008

Nýnemaferð MÍ

Hin árlega náms- og samskiptaferð nýnema verður farin að Núpi í Dýrafirði 11.-12. september. Mæting er í skólanum kl.08:00 og lagt af stað kl. 08:30. Nemendur borga fæði og svefnpokagistingu kr. 3500 en rútuferðin er þeim að kostnaðarlausu. Borga á hjá ritara í síðasta lagi miðvikudaginn 10. september.


Aðstoðarskólameistari

4 sep 2008

Busavígsla

Innvígsluathöfn nýnema fór fram í og við skólann s.l. föstudag. Nýnemar voru látnir skemmta eldri nemum og sýna þeim tilhlýðilega virðingu. Þeir fengu síðan að smakka kryddaða síld og skoluðu henni niður með heilsublöndu í formi lýsis og mysu. Að því búnu þurftu þeir að lúta í gangstétt fyrir eldri nemum en var svo boðið upp á grillaðar pulsur og gos. Myndir frá innvígsluathöfninni eru komnar inn á myndasíðuna.
2 sep 2008

Til dreifnámsnemenda

Nú hefur öllum nemendum sem sótt hafa um dreifnám verið sendur tölvupóstur um greiðsluform dreifnámsins og reikningsnúmer. Ef einhverjir hafa ekki fengið slíkt bréf þrátt fyrir að hafa sótt um dreifnámið þá eru viðkomandi bent á að hafa samband við Guðrúnu Á. Stefánsdóttur sími: 450 4400 eða gudrun@misa.is

Enn er hægt að sækja um dreifnámið, umsóknarfrestur er til 3. september, síðasti greiðsludagur er 5. september en námið hefst 9. september.
1 sep 2008

Iðnmeistaranám við Menntaskólann á Ísafirði

Kennsla hefst þriðjudaginn 2. september kl. 20:00.
Kennt verður á þriðjudögum, íslenska MÍS 242, enska ENS 212, stærðfræði STÆ 262 og útboð, tilboð og verð verksamninga MTV 102. Skráning hjá áfangastjóra frá kl. 19:00 á þriðjudagskvöld.
17 ágú 2008

Fartölvur fyrir nemendur í MÍ

Í vetur mun Menntaskólinn á Ísafirði í fyrsta sinn krefjast þess að allir nemendur skólans verði með fartölvu. Vegna hagstæðra samninga sem náðust í útboði skólans í vor býður skólinn nemendum sínum upp á fullkomnar fartölvur frá HP gegn enn lægra leigu- og þjónustugjaldi heldur en fyrirhugað var í vor. Leigu- og þjónustugjaldið verður kr. 10.000,- á önn. Gegn því hafa nemendur tölvuna til fullra umráða allt árið, meðan þeir stunda nám við skólann. Gert er ráð fyrir því að nemendur eignist tölvuna þegar þeir hafa lokið fullu námi við skólann.

Meira

16 ágú 2008

Dreifnám á haustönn - umsóknarfrestur er til 3. september

Skráning í dreifnám á haustönn er hafin. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 3. september og kennsla hefst þriðjudaginn 9. september. Nánari upplýsingar um dreifnámið er að finna hér.
11 ágú 2008

Upphaf haustannar 2008

Skólinn verður settur fimmtudaginn 21. ágúst kl. 9:00 á sal skólans. Sama dag fá nemendur stundatöflur, bókalista og skóladagbækur og heimavist verður opnuð en þar eru nokkur herbergi laus. Enn er hægt að bæta nokkrum nemendum við í grunndeild rafiðna og málmiðna, á vélstjórnarbraut og í húsasmíði. Töflubreytingar verða gerðar 21. ágúst að lokinni skólasetningu. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 22. ágúst.

Jón Reynir Sigurvinsson
Skólameistari
19 jún 2008

Staðnám og dreifnám á haustönn

Umsóknarfrestur um staðnám á komandi haustönn er liðinn. Þeir sem ekki náðu að sækja um en vilja skrá sig í skólann geta þó haft samband við skrifstofu skólans frá 5. ágúst í síma 450-4400. Dreifnámsáfanga sem verða í boði á haustönn er að finna hér. Opnað verður fyrir umsóknir í dreifnám þann 18. ágúst.
19 jún 2008

Skólaslit 2008

Menntaskólanum á Ísafirði var slitið í 38 sinn við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. maí sl. Útskrifaðir voru 47 nemendur; 3 með 1. stig vélstjórnar, 2 með 2. stig vélstjórnar, 2 sjúkraliðar, 5 húsasmiðir, 7 stálsmiðir, 24 stúdentar, 1 meistari í matreiðslu og 3 meistarar í hársnyrtiiðn. Útskriftarnemarnir Bryndís Guðmundsdóttir og Halldór Sveinsson léku á hljóðfæri, fulltrúar afmælisárganga fluttu ávörp og verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Gísli Kristjánsson stúdent af náttúrufræðbraut. Hann hlaut 1. ágætiseinkunn 9,29 og fékk peningaverðlaun sem Aldarafmælissjóður Ísafjarðarbæjar gefur.

Meira