20 des 2007

Jólaútskrift

Í dag verður jólaútskrift Menntaskólans í Ísafjarðarkirkju. Útskrifaðir verða 7 stúdentar, 1 húsasmiður og 17 vélaverðir. Útskriftarathöfnin hefst klukkan 14 og eru nemendur, kennarar og velunnarar skólans hjartanlega velkomnir.
28 sep 2007

Höfðingleg gjöf frá LÍÚ

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur fært Menntaskólanum á Ísafirði eina milljón króna til styrktar vélstjórnarbraut skólans. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG í Hnífsdal og stjórnarmaður í LÍÚ afhenti Jóni Reyni Sigurvinssyni, skólameistara MÍ gjöfina í verkmenntahúsi skólans síðastliðinn fimmtudag. Í þakkarávarpi skólameistara kom meðal annars fram að þessi gjöf styðji vel við þau áform skólans að bæta við þriðja árinu í vélstjórnarnámi en hingað til hafa aðeins 1. og 2. stig vélstjórnar staðið nemendum til boða. Nánar má lesa um þetta á vef bb.is

 

HH

26 maí 2007

Útskrift og skólaslit MÍ

Í dag, laugardaginn 26. maí, var Menntaskólanum á Ísafirði slitið í 37. sinn. 40 nemendur voru útskrifaðir; 28 stúdentar, 2 sjúkraliðar, 1 úr rennismíði, 2 af 2. stigi vélstjórnar og 7 úr grunnnámi málmiðngreina.

Hæstu einkunn hlaut Edith Guðmundsdóttir Hansen stúdent af náttúrufræðibraut. Hún hlaut 1. ágætiseinkunn, 9,41. Hlaut hún verðlaun sem Aldarafmælissjóður Ísafjarðarbæjar gefur þeim nemanda sem hlýtur hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi.

Meira