23 maí 2008
Brautskráning nemenda og skólaslit verða í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. maí 2008 kl. 13:00. Þangað eru fjölskyldur útskriftarnema, starfsmenn, afmælisárgangar og velunnarar skólans velkomnir. Útskrifaðir verða 47 nemendur; 3 með 1. stig vélstjórnar, 2 með 2. stig vélstjórnar, 2 sjúkraliðar, 5 húsasmiðir, 7 stálsmiðir, 24 stúdentar, 1 meistari í matreiðslu og 3 meistarar í hársnyrtiiðn. Einnig munu nokkrir nemendur sem eru að útskrifast úr öðrum skólum fá afhent prófskírteini við athöfnina. Þetta eru 5 leikskólaliðar frá Verkmenntaskóla Austurlands, 1 nemandi af sjúkraliðabrú Fjölbrautaskólans í Breiðholti og 1 stúdent frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Að venju standa útskriftarnemendur fyrir sérstakri hátíð að kvöldi útskriftardags ásamt fjölskyldum sínum, starfsfólki skólans og afmælisárgöngum. Haldinn er sameiginlegur kvöldverður með dansleik á eftir og að þessu sinni verður útskriftarhátíðin í Edinborgarhúsinu. Húsið verður opnað gestum kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30.