Nú líður að lokum haustannar. Prófsýning verður haldin í skólanum kl. 11:00 fimmtudaginn 18. desember. Föstudaginn 19. desember verður útskriftarathöfn í Ísafjarðarkirkju. Að þessu sinni útskrifast 29 nemendur með náms eða starfsréttindi. Sjö nemendur ljúka skjúkraliðanámi og 3 ljúka stúdentsprófi, þar af er einn nemandi sem jafnframt lýkur námi af sjúkraliðabraut. Einnig verða brautskráðir 12 vélaverðir smáskipa og einn nemandi lýkur 2. stigi í vélstjórn. Þá verða brautskráðir 7 nemendur af námsbraut í samfélagstúlkun og er það í fyrsti hópurinn sem lýkur því námi. Útskriftarathöfnin hefst kl. 14:00 og allir eru velkomnir.
17 des 2008