Fréttir
Nú líður að lokum haustannar. Prófsýning verður haldin í skólanum kl. 11:00 fimmtudaginn 18. desember. Föstudaginn 19. desember verður útskriftarathöfn í Ísafjarðarkirkju. Að þessu sinni útskrifast 29 nemendur með náms eða starfsréttindi. Sjö nemendur ljúka skjúkraliðanámi og 3 ljúka stúdentsprófi, þar af er einn nemandi sem jafnframt lýkur námi af sjúkraliðabraut. Einnig verða brautskráðir 12 vélaverðir smáskipa og einn nemandi lýkur 2. stigi í vélstjórn. Þá verða brautskráðir 7 nemendur af námsbraut í samfélagstúlkun og er það í fyrsti hópurinn sem lýkur því námi. Útskriftarathöfnin hefst kl. 14:00 og allir eru velkomnir.
Prófstjóri
Tónleikarnir eru einnig opnir almenningi og eru allir hjartanlega velkomnir að koma í sal Menntaskólans á miðvikudaginn kemur kl. 12.10 til að hlusta á þessi efnilegu ungmenni.
Á fjórða tug nemenda Menntaskólans á Ísafirði stunda nú tónlistarnám í Tónlistarskóla Ísafjarðar, Tónlistarskólanum í Bolungarvík eða í Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og fá það nám metið til eininga í sínu menntaskólanámi. Þessir tónleikar nú eru ekki síst ætlaðir til að kynna þetta nám fyrir kennurum og samnemendum þeirra í MÍ. Ef vel tekst til nú verður efalítið framhald á slíku tónleikahaldi í skólanum.