24 mar 2009

Val fyrir haustönn 2009

Á fimmtudaginn verður umsjónartími í fundartíma. Nemendur eiga að hitta umsjónarkennara sína og velja áfanga fyrir næstu önn. Bóknáms- og sjúkraliðanemar velja rafrænt og þurfa því að mæta með tölvurnar í umsjónartímann. Verknámsnemar fylla út blöð hjá umsjónarkennurum sínum. Hér eru ítarlegar leiðbeiningar með rafræna valinu. Upplýsingar um þá áfanga sem verða í boði á haustönn er að finna hér.
23 mar 2009

Próftafla vorannar

Próftafla vorannar er nú aðgengileg nemendum í INNU. Auk þess er próftöfluna að finna hér á vefnum.
23 mar 2009

FS lagði MÍ í Morfís

Í undanúrslitakeppni Morfís fóru leikar þannig að Fjölbrautarskóli Suðurnesja hafði betur og þar með kominn í úrslitakeppnina. Lið MÍ stóð sig mjög vel en mátti ekki við ofureflinu. FS er óskað til hamingju með sigurinn og liði MÍ þökkuð sú vinna og metnaður sem lagður var í undirbúninginn.
19 mar 2009

MORFÍS - undanúrslit

Lið MÍ mætir liði Fjölbrautaskóla Suðurnesja í undanúrslitaviðureign MORFÍS. Keppnin verður haldin á sal skólans á föstudagskvöld 20. mars og hefst kl. 20:30. Í liði MÍ eru Gunnar Atli Gunnarsson, Daði Már Guðmundsson og Gunnlaugur Gunnlaugsson. Liðsstjóri er María Rut Kristinsdóttir. Umræðuefni keppninnar er "Má gera grín að öllu?" og mæla MÍ-ingar með. Liðið er nú komið jafnlangt í keppninni og í fyrra og er þetta í þriðja sinn frá upphafi sem lið MÍ kemst í undanúrslit.
19 mar 2009

Forvarnardagur framhaldsskólanna

Í tilefni af forvarnardeginum munu góðir gestir heimsækja skólann. Héðinn Björnsson frá Lýðheilsustöð og Martha Ernstsdóttir jógakennari á Ísafirði munu ræða við nemendur í fundartímanum. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þetta góða tækifæri til að fræðast um heilsusamlegt líferni.
9 mar 2009

Söngkeppni framhaldsskólanna - undankeppni

Um helgina fór fram undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna. Þeir Halldór Smárason og Daði Már Guðmundsson báru sigur úr býtum með lagi Baggalútanna Kósýkvöld. Þeir félagar munu því keppa fyrir hönd MÍ á Akureyri þann 4. apríl n.k.
28 feb 2009

Draumur á Jónsmessunótt frumsýnt

Sólrisuleikritið Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare var frumsýnt í Edinborgarhúsinu í gærkvöldi. Sýningin tókst mjög vel og var leikurum fagnað vel í lok hennar. Næstu sýningar eru fyrirhugaðar sunnudaginn 1. mars kl. 20:00 og þriðjudaginn 3. mars kl.20:00. Miðapantanir eru í síma 450-5555.
26 feb 2009

Sólrisuhátíð

Sólrisuhátíðin hefst á morgun kl. 12:00 með hefðbundinni skrúðgöngu frá Menntaskólanum að Edinborgarhúsinu. Þar verður hátíðin sett og gestum boðið upp á kökur og djús. MÍ-flugan fm 101.00 fer í loftið og kl. 20:00 verður sólrisuleikritið Draumur á Jónsmessu frumsýnt í Edinborgarhúsinu. Allar upplýsingar um dagskár Sólrisuhátíðarinnar er að finna á solrisa.is

3 feb 2009

MÍ í undanúrslit MORFÍS

Lið MÍ er komið í undanúrslit í MORFÍS, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna eftir sigur á liði FSN í átta liða úrslitum. Sigur heimamanna var sannfærandi, en þeir sigruðu með 1.466 stigum gegn 1.095 stigum gestanna frá Snæfellsnesi og ræðumaður kvöldsins var Gunnar Atli Gunnarsson. Dregið verður á næstu dögum um hverjir mætast í undanúrslitum en þetta er annað árið í röð sem lið MÍ nær þetta langt í keppninni.
28 jan 2009

Ragney Líf íþróttamaður ársins 2008

Ragney Líf Stefánsdóttir sundkona og nemandi á afreksíþróttabraut skólans, var á dögunum valin íþróttamaður ársins 2008 í Ísafjarðarbæ. Ragney sem er 16 ára hefur æft sund með íþróttafélaginu Ívari í 9 ár og stóð sig sérstaklga vel á síðasta ári. Meðal annars vann Ragney Líf til fernra verðlauna á Malmö open, þar af tvenn gullverðlaun. Einnig vann hún 5 Íslandsmeistaratitla á árinu. Skólinn óskar Ragney Líf innilega til hamingju með titilinn og góðs gengis í framtíðinni.