Útskriftarveisla var í íþróttahúsinu um kvöldið og voru þar um 230 gestir. Kór MÍ flutti þar mjög skemmtilegan söngleik og útskriftarnemar voru með skemmtiatriði ásamt afmælisárgöngum. Halldór Smárason lék á píanó undir borðhaldi eins og hann hefur gert frá 15 ára aldri en hann spilaði svo einnig með hljómsveitinni Húsinu á sléttunni í fjörugum og samfelldum dansleik sem stóð til kl.02.00.