Fréttir
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá ritara skólans, umsóknarfrestur er til 28. ágúst n.k.
Nemendur sem ljúka 10. bekk 2009
Nemendur í 10. bekk grunnskóla hafa fengið afhent bréf í grunnskólunum með leiðbeiningum og veflykli sem opnar þeim aðgang að innrituninni. Forráðamenn þeirra eiga einnig að hafa fengið bréf frá ráðuneytinu með upplýsingum um innritunina. Þessi bréf eru aðgengileg á menntagatt.is/innritun, þar er einnig hægt að fá upplýsingar um hver veflykillinn er og fá hann sendan á umbeðið netfang.
Aðrir umsækjendur um nám í dagskóla
Umsækjendur geta sótt veflykil og fengið nánari upplýsingar á menntagatt.is/innritun og í síma 545-9500. Nemendum sem koma erlendis frá er bent á að setja sig í samband við þá skóla sem þeir hafa áhuga á að sækja um.
ATH. Nemendur skólans sem þegar hafa valið sér áfanga fyrir haustönn eiga ekki að sækja um skólavist í gegnum Menntagátt.
Prófstjóri