Nú standa Gróskudagar sem hæst og margar smiðjur hafa verið í gangi. Nemendur sem völdu sér blaðaútgáfu hafa gefið út kynningarrit um Gróskudagana og þetta rit er hægt að skoða hér.
Fréttir
Að baki liggur mikil vinna allra aðstandenda sýningarinnar. Tréiðndeildin sá um að smíða palla og tröppur. Háriðndeildin sá um förðun. Á sviðinu er raunveruleg bifreið sem nemendur í málmið og vélstjórn sáu um að útbúa þannig að auðvelt væri að færa hann til og sjá til þess að hann bryti ekki leikfjalirnar. Hljóðkerfi skólans kom sér vel og eins og áður sá Hermann Siegle um tæknihliðina ásamt fjölmörgum aðstoðarmönnum. Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði hefur einnig jafnan notið velvildar og aðstoðar fjölmargra aðila utan skólans sem innan.
Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þessum aðilum sem og öllum þeim sem styrkt hafa sýninguna með einum eða öðrum hætti. Nemendahópnum sjálfum og leikstjóra óska ég til hamingju með stórglæsilega sýningu.
Jón Reynir Sigurvinsson
skólameistari
Þann 7.-9. mars verða Gróskudagar í skólanum. Nemendur taka þá þátt í smiðjum að eigin vali og er fjölbreytt úrval af smiðjum í boði að þessu sinni. Það er búið að opna fyrir val í smiðjur og er nemendur hvattir til að velja sem fyrst. Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst að í sumar smiðjur - fyrstur velur, fyrstur fær! Hver nemandi þarf að velja að lágmarki 6 smiðjur en athugið þó að smiðjurnar standa mislengi. Smellið hér til að velja ykkur smiðjur.
Menntaskólinn á Ísafirði er heilsueflandi framhaldsskóli
Í vetur er áherslan lögð á næringu og þar skipar mötuneyti skólans að sjálfsögðu stóran sess. Fjölbreyttur matseðill er í mötuneytinu alla virka daga en hann er hægt að skoða hér á síðunni. Ýmsar nýjungar hafa litið dagsins ljós:
- Við bjóðum upp á ókeypis hafragraut í mötuneyti skólans kl. 7:50-9:10
- Hægt er að kaupa boost í mötuneytinu sem þarf að panta og greiða daginn áður eða í síðasta lagi kl. 8 samdægurs. Fólk skilur eftir merkt plastmál þegar pöntun er gerð. Boostið er afhent í mötuneyti kl. 10 á morgnana. Hægt er að kaupa 10 skammta 2500 kr. Einnig er hægt að kaupa stakan skammt á 300 kr
- Sallatbar í hádeginu alla virka daga
- Vatnsbrunnur á neðri hæð fyrir nemendur
Lið MÍ sigraði andstæðinga sína úr VMA í fyrstu umferð Gettu betur í kvöld. Lokatölur voru 8-4 MÍ-ingum í vil. Við óskum þeim Þorgeiri, Hallberg og Daníel til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim gera ennþá betur í næstu umferð.