Fréttir
Lokað hefur verið fyrir val nemenda á haustönn 2011. Þeir nemendur sem enn eiga eftir að velja sér áfanga þurfa að hafa samband við námsráðgjafa.
Í fundartíma á morgun, fimmtudag eiga nemendur að mæta til umsjónarkennara sinna og velja áfanga fyrir næstu önn. Nemendur velja áfanga í INNU og fá aðstoð umsjónarkennara ef þörf krefur. Mikilvægt er að allir nemendur sem ætla að stunda nám við skólann á haustönn 2011 velji áfanga.
Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá áfanga í boði í bóknámi, sjúkraliðagreinum og íþróttum:
Áfangar í bóknámi, sjúkraliðanámi og íþróttum
Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá áfanga í boði á starfsbraut og í verknám:
Áfangar á starfsbraut og í verknámi
Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá leiðbeiningar fyrir val nema á 1. og 2. ári í bóknámi:
Leiðbeiningar
Á meðfylgjandi mynd Halldórs Sveinbjörnssonar, sem fengin var af bb.is má sjá nemendur í sjósundi sem var ein af smiðjunum sem voru í gangi. Fleiri myndir munu birtast hér á síðunni innan tíðar.
Á dögunum barst okkur í MÍ gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Jón Sigurðsson fulltrúi félagsins færði skólanum einkar glæsilegan Galíleósjónauki sem gerir okkur kleift að skoða himintunglin eins og Galíleó sá þau og jafnvel enn betur. Einnig fylgdi með heimildarmyndin Horft til himins og eintak af tímariti Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness frá ári stjörnufræðinnar 2009. Við sendum Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness okkar bestu þakkir fyrir gjöfina.
Þeir sem hafa áhuga á að fræðast um sjónaukann eða hafa almennan áhuga á stjörnufræði geta skoðað stjörnufræðivefinn sem tengist verkefninu. En stjörnufræðivefurinn er íslenskur alfræðivefur um allt sem viðkemur stjörnufræði. Honum er ætlað að efla áhuga almennings á stjörnufræði og auðvelda aðgengi að efni um stjörnufræði á íslensku.
stjornuskodun.is