Fréttir
Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja sótti MÍ-inga heim síðastliðinn föstudag þegar fram fór fyrsta MORFÍS keppni vetrarins. Eftir að dómarar höfðu tekið sér langan tíma til að skera úr um úrslitin var ljóst að MÍ hafði sigrað keppnina. Ræðumaður kvöldsins kom hinsvegar frá FS, Arnar Már Eyfells. Lið MÍ er því komið áfram í 16 liða úrslit og verður næsta keppnin í desember og þá mæta MÍ-ingar liði FB.
Í MORFÍS liði skólans eru að þessu sinni þau Berglind Halla Elíasdóttir, Gauti Geirsson, Ísak Emanúel Róbertsson og Tómas Ari Gíslason. Til hamingju með sigurinn!
Dagskrá skólafundar:
- Skólameistari ræðir um skólastarfið almennt. Kynnir markmið og stefnu skólans ásamt sérstökum umbótum sem framkvæmdar hafa verið að undanförnu ásamt ýmsum öðrum sem eru í undirbúningi.
- Stjórn nemendafélagsins kynnir það helsta sem framundan er hjá nemendafélaginu.
- Félagsmálafulltrúi kynnir niðurstöður vinnuhópa um verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli.
Undir hverjum lið er gert ráð fyrir umræðum og mun Hildur aðstoðarskólameistari að stýra þeim og skipa fundarritara.
Á fundinum verður boðið upp á tvær tegundir af bústi frá Lúlú.
Fimmtudaginn 27. október eiga nemendur að hitta umsjónarkennara sína í fundartíma og velja sér áfanga fyrir komandi vorönn. Nemendur velja í gegnum INNU og leiðbeiningar um það hvernig á að velja er að finna hér fyrir neðan. Mikilvægt er að nemendur fylgi framvindu sinna brauta. Leiðbeiningar fyrir verknám og bóknám og upplýsingar um það hvaða áfangar eru í boði eru hér fyrir neðan.
Leiðbeiningar um val í INNU
Framvinda verknáms
Framvinda bóknáms
Bóknámsáfangar í boði
Eins og flestir vita er MÍ heilsueflandi framhaldsskóli. Á þessu skólaári einbeitum við okkur að næringunni. Í tilefni af því hefur verið ákveðið að bjóða nemendum og starfsfólki að kaupa boost í mötuneytinu. Í boði verða fjórar bragðtegundir og þarf að leggja inn pöntun daginn áður. Boostið er svo afhent kl. 10:00 í mötuneytinu. Nánari upplýsingar um verð, bragð og fyrirkomulag er að finna hér.