Fréttir
Menntaskólinn á Ísafirði er heilsueflandi framhaldsskóli
Í vetur er áherslan lögð á næringu og þar skipar mötuneyti skólans að sjálfsögðu stóran sess. Fjölbreyttur matseðill er í mötuneytinu alla virka daga en hann er hægt að skoða hér á síðunni. Ýmsar nýjungar hafa litið dagsins ljós:
- Við bjóðum upp á ókeypis hafragraut í mötuneyti skólans kl. 7:50-9:10
- Hægt er að kaupa boost í mötuneytinu sem þarf að panta og greiða daginn áður eða í síðasta lagi kl. 8 samdægurs. Fólk skilur eftir merkt plastmál þegar pöntun er gerð. Boostið er afhent í mötuneyti kl. 10 á morgnana. Hægt er að kaupa 10 skammta 2500 kr. Einnig er hægt að kaupa stakan skammt á 300 kr
- Sallatbar í hádeginu alla virka daga
- Vatnsbrunnur á neðri hæð fyrir nemendur
Lið MÍ sigraði andstæðinga sína úr VMA í fyrstu umferð Gettu betur í kvöld. Lokatölur voru 8-4 MÍ-ingum í vil. Við óskum þeim Þorgeiri, Hallberg og Daníel til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim gera ennþá betur í næstu umferð.
Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja sótti MÍ-inga heim síðastliðinn föstudag þegar fram fór fyrsta MORFÍS keppni vetrarins. Eftir að dómarar höfðu tekið sér langan tíma til að skera úr um úrslitin var ljóst að MÍ hafði sigrað keppnina. Ræðumaður kvöldsins kom hinsvegar frá FS, Arnar Már Eyfells. Lið MÍ er því komið áfram í 16 liða úrslit og verður næsta keppnin í desember og þá mæta MÍ-ingar liði FB.
Í MORFÍS liði skólans eru að þessu sinni þau Berglind Halla Elíasdóttir, Gauti Geirsson, Ísak Emanúel Róbertsson og Tómas Ari Gíslason. Til hamingju með sigurinn!