18 apr 2012

MÍ áfram í Söngkeppninni

Þá er það orðið ljóst að flytjendur MÍ eru komnir áfram í Söngkeppni framhaldsskólanna en úrslitakvöldið verður haldið í Reykjavík laugardaginn 21. apríl n.k. Framlag MÍ að þessu sinni er lagið  "Ég man". Lagið er eftir Vinnie Paz. Íslenski textinn er eftir Ástrós Þóru Valsdóttur sem syngur lagið fyrir hönd skólans. Með Ástrós á sviðinu verða Sunna Karen Einarsdóttir og Freyja Rein Grétarsdóttir sem syngja bakraddir og spila á hljóðfæri. Innilega til hamingju Ástrós og félagar! Nánari upplýsingar um það hvaða skólar komust áfram er á mbl.is. 
14 apr 2012

Ný stjórn NMÍ

Ný stjórn NMÍ var kjörin s.l. föstudag. Hana skipa: Aron Guðmundsson formaður, Hákon Atli Vilhjálmsson gjaldkeri, Snorri Sigbjörn Jónsson ritari, María Rebekka Hermannsdóttir menningarviti, Birta Guðmundsdóttir málfinnur, Björgúlfur Egill Pálsson formaður leikfélags og Ásgeir Hinrik Gíslason formaður íþróttaráðs. Nýjum stjórnarmönnum er óskað innilega til hamingju, ásamt ósk um gott gengi í starfinu næsta vetur.
11 apr 2012

Skólastarf hafið að nýju

Þá er skólastarf hafið að nýju eftir páskaleyfi. Nemendum og starfsfólki er óskað góðs gengis á lokaspretti vorannarinnar.

30 mar 2012

Páskaleyfi

Páskaleyfi hefst að lokinni kennslu 30. mars. Skólastarf hefst að nýju kl. 8 miðvikudaginn 11. apríl. Gleðilega páska!
26 mar 2012

VAL FYRIR HAUSTÖNN

Þeir nemendur sem eiga enn eftir að velja sér áfanga fyrir haustönn þurfa að panta tíma hjá námsráðgjafa til að ganga frá valinu. Mikilvægt er að nemendur geri þetta sem fyrst til að komast í þá áfanga sem þeir helst óska.

21 mar 2012

VALDAGUR 22. mars

Í fundartíma 22. mars er umsjónartími. Nemendur fara þá til umsjónarkennara og velja áfanga fyrir haustönn. Mikilvægt er að velja áfanga sem allra fyrst og í síðasta lagi mánudaginn 26. mars. Eftir þann dag munuð þið aðeins geta valið áfanga hjá námsráðgjöfum eða áfangastjóra. Athugið vel að í suma áfanga kemst aðeins takmarkaður fjöldi nemenda þannig að mikilvægt er að velja þá sem fyrst. Ef þið dragið það að velja er alls ekki víst að þið komist í þá áfanga sem þið helst óskið. Hér fyrir neðan eru ýmsar upplýsingar sem eiga að auðvelda ykkur að velja þá áfanga sem þið þurfið.

Hér eru bóknáms- og íþróttaáfangar í boði og leiðbeiningar fyrir nemendur á 1. og 2. ári í bóknámi. Hér eru verknámsáfangar í boði.

Í haust verða ýmsir valáfangar í boði. Hér eru nánari lýsingar á nokkrum þeirra.

Leiðbeiningar vegna vals í INNU eru hér
13 mar 2012

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Nemendur frá MÍ tóku þátt í Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík dagana 9. og 10. mars s.l.   Keppendur frá MÍ voru fjórir, Brynjar Örn Þorbjörnsson, Óskar Þór Þórisson og Smára Karvel Guðmundsson í málmsuðu og Daníel Frey Jónsson í trésmíði.  Keppendur stóðu sig allir með prýði. Alls fóru 15 nemendur suður, ásamt tveimur kennurum, þeim Tryggva Sigtryggssyni málmsmíðakennara og Þresti Jóhannessyni trésmíðakennara. Ásamt því að styðja keppendur og skoða aðrar keppnisgreinar var farið í heimsókn í Borgarholtsskóla og Tækniskólann. Einnig voru heimsótt nokkur iðnfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur þakka fyrir góðan stuðning fyrirtækja í heimabyggð.  Myndir og fréttir frá keppninni má sjá á facebook síðu keppninnar.  

 http://www.facebook.com/pages/Verki%C3%B0n/360150677329809

12 mar 2012

Málþing nemenda í ÍÞF102

Nemendur Menntaskólans á Ísafirði í leiðbeinenda/þjálfaranámi ÍSÍ við skólann hafa verið við æfingakennslu í íþróttaskóla HSV að undanförnu. Í tengslum við áfangann var haldið málþing miðvikudaginn 15. febrúar um mikilvægi íþróttastarfs fyrir börn og ungmenni og þátttöku foreldra í því starfi.  Einnig var fjallað um markmið og stefnu íþróttafélaga í íþróttum barna, um fyrirmynd og hlutverk þjálfarans og skipulag íþróttamóta fyrir börn og ungmenni. Þátttakendur voru um 50 talsins. Í hópstarfi sem fram fór eftir fyrirlestrana var sérstök áhersla lögð á að megintilgangur íþróttaæfinga fyrir börn væri að efla alhliða þroska þeirra með áherslu á félagsþroska og hreyfiþroska. Að börnin fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum, fjölbreytni sé í fyrirrúmi, hvatning, gleði og gaman ætíð við völd. Hóparnir ræddu einnig um hlutverk foreldra í samstarfi við íþróttafélögin og um stefnu hreyfingarinnar gagnvart íþróttum barna til 10 ára aldurs.

Meira

12 mar 2012

Söngkeppni og sólrisulok

Þá er Sólrisuhátíð 2012 lokið og hefðbundið skólastarf hafið að nýju. Eitt af síðust atriðunum á hátíðinni var undankeppnin fyrir söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í Reykjavík síðar í þessum mánuði. Keppnin fór fram í Félagsheimilinu í Hnífsdal s.l. föstudagskvöld og tóku ekki færri en 15 atriði þátt að þessu sinni. Dómnefndin átti úr vöndu að ráða en þegar úrslitin voru kynnt kom í ljós að Ástrós Þóra Valdsóttir hafði hreppt fyrsta sætið. Hún fer því fyrir hönd NMÍ á lokakeppnina í Reykjavík og fylgja henni hamingjuóskir fyrir frammistöðuna og ósk um gott gengi. Myndir frá keppninni eru aðgengilegar á facebook síðu skólans, en þær tók Matthildur Helgadóttir Jónudóttir.