Fréttir
Þeir nemendur sem eiga enn eftir að velja sér áfanga fyrir haustönn þurfa að panta tíma hjá námsráðgjafa til að ganga frá valinu. Mikilvægt er að nemendur geri þetta sem fyrst til að komast í þá áfanga sem þeir helst óska.
Hér eru bóknáms- og íþróttaáfangar í boði og leiðbeiningar fyrir nemendur á 1. og 2. ári í bóknámi. Hér eru verknámsáfangar í boði.
Í haust verða ýmsir valáfangar í boði. Hér eru nánari lýsingar á nokkrum þeirra.
Leiðbeiningar vegna vals í INNU eru hér
Nemendur Menntaskólans á Ísafirði í leiðbeinenda/þjálfaranámi ÍSÍ við skólann hafa verið við æfingakennslu í íþróttaskóla HSV að undanförnu. Í tengslum við áfangann var haldið málþing miðvikudaginn 15. febrúar um mikilvægi íþróttastarfs fyrir börn og ungmenni og þátttöku foreldra í því starfi. Einnig var fjallað um markmið og stefnu íþróttafélaga í íþróttum barna, um fyrirmynd og hlutverk þjálfarans og skipulag íþróttamóta fyrir börn og ungmenni. Þátttakendur voru um 50 talsins. Í hópstarfi sem fram fór eftir fyrirlestrana var sérstök áhersla lögð á að megintilgangur íþróttaæfinga fyrir börn væri að efla alhliða þroska þeirra með áherslu á félagsþroska og hreyfiþroska. Að börnin fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum, fjölbreytni sé í fyrirrúmi, hvatning, gleði og gaman ætíð við völd. Hóparnir ræddu einnig um hlutverk foreldra í samstarfi við íþróttafélögin og um stefnu hreyfingarinnar gagnvart íþróttum barna til 10 ára aldurs.
Þá er Sólrisuhátíð 2012 lokið og hefðbundið skólastarf hafið að nýju. Eitt af síðust atriðunum á hátíðinni var undankeppnin fyrir söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í Reykjavík síðar í þessum mánuði. Keppnin fór fram í Félagsheimilinu í Hnífsdal s.l. föstudagskvöld og tóku ekki færri en 15 atriði þátt að þessu sinni. Dómnefndin átti úr vöndu að ráða en þegar úrslitin voru kynnt kom í ljós að Ástrós Þóra Valdsóttir hafði hreppt fyrsta sætið. Hún fer því fyrir hönd NMÍ á lokakeppnina í Reykjavík og fylgja henni hamingjuóskir fyrir frammistöðuna og ósk um gott gengi. Myndir frá keppninni eru aðgengilegar á facebook síðu skólans, en þær tók Matthildur Helgadóttir Jónudóttir.
Nú standa Gróskudagar sem hæst og margar smiðjur hafa verið í gangi. Nemendur sem völdu sér blaðaútgáfu hafa gefið út kynningarrit um Gróskudagana og þetta rit er hægt að skoða hér.
Að baki liggur mikil vinna allra aðstandenda sýningarinnar. Tréiðndeildin sá um að smíða palla og tröppur. Háriðndeildin sá um förðun. Á sviðinu er raunveruleg bifreið sem nemendur í málmið og vélstjórn sáu um að útbúa þannig að auðvelt væri að færa hann til og sjá til þess að hann bryti ekki leikfjalirnar. Hljóðkerfi skólans kom sér vel og eins og áður sá Hermann Siegle um tæknihliðina ásamt fjölmörgum aðstoðarmönnum. Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði hefur einnig jafnan notið velvildar og aðstoðar fjölmargra aðila utan skólans sem innan.
Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þessum aðilum sem og öllum þeim sem styrkt hafa sýninguna með einum eða öðrum hætti. Nemendahópnum sjálfum og leikstjóra óska ég til hamingju með stórglæsilega sýningu.
Jón Reynir Sigurvinsson
skólameistari
Þann 7.-9. mars verða Gróskudagar í skólanum. Nemendur taka þá þátt í smiðjum að eigin vali og er fjölbreytt úrval af smiðjum í boði að þessu sinni. Það er búið að opna fyrir val í smiðjur og er nemendur hvattir til að velja sem fyrst. Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst að í sumar smiðjur - fyrstur velur, fyrstur fær! Hver nemandi þarf að velja að lágmarki 6 smiðjur en athugið þó að smiðjurnar standa mislengi. Smellið hér til að velja ykkur smiðjur.