Fréttir
Á önninni sem nú er senn liðin hefur verið tekið upp á þeirri nýjung að nemendur í áfanganum ENS503 bjóða meistaranámsnemum hjá Háskólasetri Vestfjarða í heimsókn til sín og kynna fyrir þeim Vestfirðina í máli og myndum. Kynningarnar fara fram á ensku og eru hluti af sjálfstæðu rannsóknarverkefni sem nemendurnir hafa unnið að undanfarið. Háskólanemarnir hafa einnig komið í heimsókn í skólann og sagt frá sínum verkefnum. Að sögn Kristjáns Viggóssonar kennara í ensku hefur verkefnið hagnýtt gildi, bæði fyrir nemendur MÍ sem æfast í tungumálinu og einnig fyrir meistaranemana sem þannig fá fræðslu um nærumhverfið. Verkefnið sé þannig nokkurskonar tilraun til að byggja brú milli samfélagsins og háskolasetursins og efla samskiptin á milli þessara skólastiga.
Verkleg próf eru auglýst sérstaklega hjá hverjum kennara.
Umsóknarfrestur um nám í skólann á vorönn í gegnum Menntagátt er nú liðinn. Þeir sem hafa áhuga á að stunda nám við skólann á vorönn geta þó enn sent inn umsóknir hér í gegnum heimasíðuna. Smellið hér til að fylla út umsóknareyðublað.
Í síðustu viku kom Ingvar Sigurgeirsson, fyrrum prófessor við HÍ í heimsókn í skólann og var með námskeið fyrir kennara skólans um námsmat. Menntaskólinn á Ísafirði hefur í tengslum við nýju framhaldsskólalögin lagt áherslu á að breyta kennsluháttum og námsmati og er á stefnuskrá skólans að taka upp leiðsagnarmat í sem flestum áföngum. Markmið með leiðsagnarmati er að nemendur fái leiðsögn um hvernig þeir geti bætt sig og þeir fái endurgjöf sem sýnir þeim hvar þeir eru staddir í náminu.
Eftir að hafa hlýtt á kennara segja frá tilraunum sínum til bættra kennsluhátta og breytts námsmats gaf Ingvar út þá yfirlýsingu að Menntaskólinn á Ísfirði teldist nú meðal þróunaskóla á framhaldsskólastigi um leiðsagnarmat. Eftir námskeiðið sem féll í góðan jarðveg hjá kennurum er stefnt að enn frekari á þróun þessara mála á næstu starfsdögum skólans.