18 apr 2011

Stuttmyndakeppni - MÍ í 2. sæti

Nemendur á Starfsbraut MÍ urðu í öðru sæti í Stuttmyndakeppni starfsbrauta í framhaldsskólum sem haldin var í Borgarholtsskóla 14. apríl. Þetta var í fyrsta skiptið sem þeir taka þátt í slíkri keppni. Í umsögn dómnefndar, sem skipuð var þremur leikstjórum, segir m.a. að myndin hafi verið frumleg og fyndin og að leikarar hafi sýnt mikil tilþrif.  Kristján Viggósson, enskukennari við Menntaskólann, sá um að velja efni myndarinnar í samráði við nemendur og leikstjórn var einnig í höndum hans. Hreinn Þórir Jónsson og Einar Bragi Guðmundsson, sem báðir eru nemendur í skólanum, tóku upp myndina og klipptu hana til sýningar. Það voru alls 16 skólar sem tóku þátt í keppninni. Í fyrsta sæti var framlag Fjölbrautaskólans í Garðabæ og í þriðja sæti varð Verkmenntaskólinn á Akureyri. Nemendum á starfsbraut er óskað innilega til hamingju með þennan frábæra árangur! Myndir úr ferðinni eru komnar inn á heimasíðuna.
31 mar 2011

Laus störf

Nokkur laus störf eru í boði við skólann. Nánari upplýsingar er að finna þegar smellt er á hnappinn laus störf hér til hægri á síðunni.
31 mar 2011

VALI HAUSTANNAR LOKIÐ

Lokað hefur verið fyrir val nemenda á haustönn 2011. Þeir nemendur sem enn eiga eftir að velja sér áfanga þurfa að hafa samband við námsráðgjafa.

23 mar 2011

VALDAGUR 24. mars

Í fundartíma á morgun, fimmtudag eiga nemendur að mæta til umsjónarkennara sinna og velja áfanga fyrir næstu önn. Nemendur velja áfanga í INNU og fá aðstoð umsjónarkennara ef þörf krefur. Mikilvægt er að allir nemendur sem ætla að stunda nám við skólann á haustönn 2011 velji áfanga.

Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá áfanga í boði í bóknámi, sjúkraliðagreinum og íþróttum:
Áfangar í bóknámi, sjúkraliðanámi og íþróttum

Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá áfanga í boði á starfsbraut og í verknám:
Áfangar á starfsbraut og í verknámi

Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá leiðbeiningar fyrir val nema á 1. og 2. ári í bóknámi:
Leiðbeiningar

11 mar 2011

LOK GRÓSKUDAGA

Nú er lokið Gróskudögum í MÍ, óhefðbundnum kennsludögum í Sólrisuvikunni. Framkvæmd Gróskudaga tókst mjög vel, enda lögðust allir á eitt, nemendur, kennarar og starfsfók skólans auk sjálfboðaliða í bænum, kærar þakkir!! Við erum reynslunni ríkari og höfum enn meiri grósku á næsta ári.

 Á meðfylgjandi mynd Halldórs Sveinbjörnssonar, sem fengin var af bb.is má sjá nemendur í sjósundi sem var ein af smiðjunum sem voru í gangi. Fleiri myndir munu birtast hér á síðunni innan tíðar.
3 mar 2011

Söngkeppni 2011

Föstudaginn 25. febrúar var söngkeppni MÍ haldi í Íþróttahúsinu á Torfnesi. Fjölmörg atriði kepptu um hylli dómnefndar og um það hvert þeirra yrði fyrir valinu sem fulltrúi MÍ á söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri í apríl. Niðurstaðan varð sú að Hermann Óskar Hermannsson varð í fyrsta sæti með lagið Situatation eftir Bigga Bix. Í öðru sæti varð Agnes Ósk Marzellíusardóttir en sönghópur skipaður þeim Ásgeiri Guðmundi Gíslasyni, Freysteini Nonna Mánasyni, Magnúsi Traustasyni, Ómari Hólm og Valtý Þórarinssyni varð í 3. sæti. Húsbandið lék undir í flestum lögum og stóð sig frábærlega en það skipuðu Andri Pétur Þrastarsson á gítar, Aron Elmar Karlsson á bassa, Freysteinn Nonni Mánason á trommur og Sunna Karen Einarsdóttir á hljómborð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var umgjörð keppninnar hin glæsilegasta og má þakka það framkvæmdastjóra keppninnar Hermanni Siegle Hermannssyni og aðstoðarmönnum hans.Myndirnar tók Stephen Albert Björnsson og einnig myndirnar sem sjá má á myndasíðunni hér til vinstri á síðunni.
15 feb 2011

Miðannarmat

Hið árlega miðannarmat verður birt á INNU fimmtudaginn 17. febrúar. Umsjónartími vegna miðannarmats verður í fundartíma fimmtudaginn 24. febrúar.
10 feb 2011

Gettu betur

Lið MÍ beið lægri hlut fyrir firnasterku liði Kvennó í 16 liða úrslitum Gettu betur í gær. Kvennaskólinn fékk 26 stig en MÍ 10. Þau lið sem komust áfram í þessari umferð auk Kvennaskólans eru FSU og Borgarholtsskóli. Þrátt fyrir tapið finnst okkur strákarnir hafa staðið sig vel í undirbúningnum og keppninni og við hlökkum til að sjá þá mæta gallvaska til leiks næsta vetur.
8 feb 2011

Galíleósjónauki að gjöf

Á dögunum barst okkur í MÍ gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Jón Sigurðsson fulltrúi félagsins færði skólanum einkar glæsilegan Galíleósjónauki sem gerir okkur kleift að skoða himintunglin eins og Galíleó sá þau og jafnvel enn betur. Einnig fylgdi með heimildarmyndin Horft til himins og eintak af tímariti Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness frá ári stjörnufræðinnar 2009. Við sendum Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness okkar bestu þakkir fyrir gjöfina.


Þeir sem hafa áhuga á að fræðast um sjónaukann eða hafa almennan áhuga á stjörnufræði geta skoðað stjörnufræðivefinn sem tengist verkefninu. En stjörnufræðivefurinn er íslenskur alfræðivefur um allt sem viðkemur stjörnufræði. Honum er ætlað að efla áhuga almennings á stjörnufræði og auðvelda aðgengi að efni um stjörnufræði á íslensku.

stjornuskodun.is