12 jan 2012

MÍ áfram í Gettu betur!

Lið MÍ sigraði andstæðinga sína úr VMA í fyrstu umferð Gettu betur í kvöld. Lokatölur voru 8-4 MÍ-ingum í vil. Við óskum þeim Þorgeiri, Hallberg og Daníel til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim gera ennþá betur í næstu umferð.

11 jan 2012

Morfís og Gettu betur

Það er mikið um að vera hjá nemendum MÍ um þessar mundir. Morfís og Gettu betur lið skólans munu bæði keppa í höfuðborginni fimmtudaginn 12. janúar. Fjölmennt stuðningsmannalið úr röðum nemenda fer með í ferðinna og til að styðja við bakið á liðunum. Við óskum þeim góðrar ferðar og keppendum góðs gengis.
21 des 2011

Jólaútskrift 2011

Laugardaginn 17. desember voru 14 nemendur brautskráðir frá skólanum. Tveir útskrifuðust sem vélaverðir smáskipa og þrír sem sjúkraliðar. Úr A námi vélstjórnar útskrifaðist einn nemandi og einnig útskrifaðist einn vélvirki. Sjö luku stúdentsprófi, sex af félagsfræðibraut og einn sjúkraliði lauk viðbótarnámi til stúdentsprófs. Kór MÍ undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur flutti tónlist við athöfnina og nemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Skólinn þakkar útskriftarnemum samstarf og samveru á undanförnum árum og óskar þeim alls hins besta í framtíðinnni.

7 des 2011

SJÚKRA- OG ENDUTEKTARPRÓF

Sjúkra- og endurtektarpróf verða haldin dagana 14. og 15. desember. Nemendur þurfa að skrá sig í prófin eigi síðar en kl. 16 þriðjudaginn 13. desember. Nemendur sem koma í sjúkrapróf þurfa að framvísa læknisvottorði vegna veikinda í prófi.
18 nóv 2011

Landinn og MÍ

Nú á dögunum var umfjöllun um afrekstíþróttabraut MÍ í hinum vinsæla sjónvarpsþætti Landanum. Gísli Einarsson ritstjóri þáttarins kom til Ísafjarðar og var viðstaddur morgunæfingar okkar efnilega íþróttafólks í íþróttahúsinu á Torfnesi og í Sundhöll Ísafjarðar. Í þættinum var rætt við nemendur og við Hermann Níelsson íþróttakennara og umsjónarmanns brautarinnar. Umfjöllunin var mjög skemmtileg og þeir sem misstu af þessum þætti geta horft á hann hér.
15 nóv 2011

Sigur í MORFÍS

Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja sótti MÍ-inga heim síðastliðinn föstudag þegar fram fór fyrsta MORFÍS keppni vetrarins. Eftir að dómarar höfðu tekið sér langan tíma til að skera úr um úrslitin var ljóst að MÍ hafði sigrað keppnina. Ræðumaður kvöldsins kom hinsvegar frá FS, Arnar Már Eyfells. Lið MÍ er því komið áfram í 16 liða úrslit og verður næsta keppnin í desember og þá mæta MÍ-ingar liði FB.

Í MORFÍS liði skólans eru að þessu sinni þau Berglind Halla Elíasdóttir, Gauti Geirsson, Ísak Emanúel Róbertsson og Tómas Ari Gíslason. Til hamingju með sigurinn!

14 nóv 2011

Heimsókn forseta Íslands

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímson heimsótti skólann á dögunum. Í fylgd með forsetanum voru forsetaritari og fulltrúar frá samtökum iðnaðarnins. Forsetinn og fylgdarlið skoðuðu skólann og heilsuðu m.a. upp á nemendur í tréiðngreinum og málmiðngreinum. Tilgangur heimsaóknarinnar var fyrst og fremst að ræða við nemendur og starfsfólk um tengsl náms og atvinnulífs og þau fjölbreyttu störf sem standa til boða í hinum ýmsu greinum iðnaðar. Nemendum var einnig sýnt myndband sem fjallar um nýsköpun og tækifæri í iðnaði. Forsetinn ávarpaði nemendur og vakti meðal annars athygli á mikilvægi verknáms og að skil á milli þess og bóknáms væru of mikil. Gestirnir lýstu ánægju sinni með það gróskumikla starf sem fram fer í skólanum og þau miklu og góðu tengsl sem skólinn hefur við atvinnulíf og fyrirtæki í bænum. Myndir frá heimsókninni eru komnar innn á myndasíðuna.

3 nóv 2011

Skólafundur

Skólafundur verður haldinn á sal í fundartíma 3. nóvember.

Dagskrá skólafundar:
  • Skólameistari ræðir um skólastarfið almennt. Kynnir markmið og stefnu skólans ásamt sérstökum umbótum sem framkvæmdar hafa verið að undanförnu ásamt ýmsum öðrum sem eru í undirbúningi.
  • Stjórn nemendafélagsins kynnir það helsta sem framundan er hjá nemendafélaginu.
  • Félagsmálafulltrúi kynnir niðurstöður vinnuhópa um verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli.

Undir hverjum lið er gert ráð fyrir umræðum og mun Hildur aðstoðarskólameistari að stýra þeim og skipa fundarritara.

Á fundinum verður boðið upp á tvær tegundir af bústi frá Lúlú. 

26 okt 2011

VALDAGUR 27. OKTÓBER

Fimmtudaginn 27. október eiga nemendur að hitta umsjónarkennara sína í fundartíma og velja sér áfanga fyrir komandi vorönn. Nemendur velja í gegnum INNU og leiðbeiningar um það hvernig á að velja er að finna hér fyrir neðan. Mikilvægt er að nemendur fylgi framvindu sinna brauta. Leiðbeiningar fyrir verknám og bóknám og upplýsingar um það hvaða áfangar eru í boði eru hér fyrir neðan.

Leiðbeiningar um val í INNU
Framvinda verknáms
Framvinda bóknáms
Bóknámsáfangar í boði