5 mar 2013

Gróskudagar - skráningu að ljúka

Frestur til að skrá sig í smiðjur á Gróskudögum rennur út í dag kl. 10.30. Þeir nemendur sem eiga eftir að velja eru hvattir til að gera það hið fyrsta. Munið að velja að lágmarki eina smiðju í aðalval og eina í varaval á hverjum Gróskudegi.

4 mar 2013

Þrek og tár - tvær sýningar eftir!

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi  leikritið Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson föstudagskvöldið 1. mars í Edinborgarhúsinu. Leikfélagið hefur verið við æfingar frá því í byrjun janúar og er mikið lagt í sýninguna en um 50 manns koma að henni. Halldóra Björnsdóttir er leikstjóri verksins og tekst henni afar vel að ná fram því besta hjá leikurum. Leikverkið gerir afdráttarlausar kröfur til tónlistarhæfileika til þorra leikara. Leikendur standast þær kröfur fyllilega og ekki síst hljómsveitin sem náði þessum angurværa tón sem var svo einkennandi fyrir þetta tímabil. Leikhópurinn í heild nær vel að skila fallegri og áhrifamikilli mannlífsmynd. Sýningin í heild er afskaplega skemmtileg og góð. Til hamingju með stórglæsilega sýningu.

 

Tvær sýningar eru nú eftir af sex. Sú fyrri verður kl. 20 í kvöld en einnig hefur verið bætt við miðnætursýningu sem hefst kl. 23. Hægt er að panta miða í síma 450 5555.

 

Jón Reynir Sigurvinsson

skólameistari

 

4 mar 2013

Dagskrá Sólrisu

Dagskár Sólrisuhátíðar er að vanda metnaðarfull. Hún er birt í heild sinni í skólablaðinu sem nú ætti að vera komið í hvert hús hér á svæðinu. Einnig má sjá hana hér fyrir neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar en eins og veðurútlið er fyrir vikuna er viðbúið að hún raskist eitthvað. Við því mun þó Sólrisunefnd og stjórn NMÍ bregðast eins og hægt er.
Gleðilega Sólrisu!

Dagskrá Sólrisuhátíðar 2013

Föstudagur 1.mars.2013
12:30 Sólrisuhátíðin verður formlega sett, skrúðganga frá MÍ niður í Edinborgarhúsið. Boðið verður uppá skemmtiatriði, kökur og kaffi.
16:00 Mí-flugan: Kynnt verður dagskrá Sólrisu. FM 101,1
20:00 Leikfélag NMÍ frumsýnir Þrek og tár í Edinborgarhúsinu – Miðapantanir í síma 450-5555

Laugardagur 2.mars.2013
15:00 MÍ-flugan
20:00 MÍ-flugan
...
Sunnudagur 3.mars.2013
15:00 Önnur sýning á Þrek og tár –Miðapantanir í síma 450-5555
20:00 Þriðja sýning á Þrek og tár – Miðapantanir í síma 450-5555
22:00 MÍ-flugan FM 101,1

Mánudagur 4.mars.2013
10:00 Átkeppni í gryfjunni
12:00 Ari Eldjárn kemur að grínast í liðinu
16:00 MÍ-flugan FM 101,1
20:00 Fjórða sýning á Þrek og tár – Miðapantanir í síma

Þriðjudagur 5.mars.2013
10:00 Óvænt uppákoma í gryfjunni. Nánar auglýst síðar
12:00 Lalli töframaður sýnir listir sínar
16:00 MÍ-flugan FM 101,1
20:00 Tónleikar í Hömrum, nemar úr TÍ úr röðum MÍ-inga
21:00 Lazertag í Menntaskólanum

Miðvikudagur 6.mars.2013
10:00 Vestfjarðarvíkingurinn Sigfús Fossdal býður nemendum að taka hann í sjómann.
12:00 Engin önnur en Helga Braga mætir með gott sprell
16:00 MÍ – flugan FM 101,1
20:00 Síðasta sýning á Þrek og tár – Miðapantanir í síma 450-5555

Fimmtudagur 7.mars.2013
10:00 Allt fyrir aurinn í Gryfju skólans
12:00 Hádegismatur: Hamborgarar frá Húsinu, frumsýnt verður Menntskælingahamborgarann. Freistandi!
20:00 Tónlistarsúpa í Edinborg. Matti Matt ásamt vestfirskum stjörnum

Föstudagur 8.mars.2013
10:00 Björg Guðmundsdóttur verður með hláturyoga í Gryfjunni. Enginn vill missa af þessu!
12:00 Þórunn Antonía og Berndsen ætla að taka nokkur lög til að hita upp fyrir kvöldið
16:00 MÍ-flugan FM 101,1
23:00 Dansleikur ársins með RETRO STEFSON

Laugardagur 9.mars.2013
16:00 MÍ-flugan FM 101,1
20:00 Djúpa laugin í Gryfjunni. Nánar auglýst síðar.

Leikritið er sýnt í Edinborgarhúsinu.
Miðaverð fyrir NMÍ eru 2000 krónur og ÓNMÍ 2500 krónur

Ballið: NMÍ – 3000 krónur
ÓNMÍ – 3500 krónur
1 mar 2013

Sólrisuhátíð

Sólrisuhátíðin 2013 verður sett í dag og hefst setningarathöfnin á skrúðgöngu frá skólanum kl. 12.30. Gengið verður í Edinborgarhúsið en þar verða skemmtiatriði í boði og einnig kökur og djús eins og hefð er fyrir. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt og fyrsta stóra atriðið er auðvitað frumsýning leikritsins Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson, í leikstjórn Halldóru Rósu Björnsdóttur. Góða skemmtun!
1 mar 2013

Gróskudagar - smiðjur

Á Gróskudögum í næstu viku munu nemendur geta valið á milli smiðja þar sem ýmislegt verður í boði. Lýsingar á smiðjum getið þið skoðað hér.
Til þess að fá skráða mætingu á Gróskudögum þarf hver og einn að skila að lágmarki 2 punktum á dag. Hver smiðjutími gefur tvo punkta. Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að velja ykkur smiðjur.
21 feb 2013

Gróskudagar - Hugmyndabox

Minnt er á hugmyndaboxið fyrir Gróskudaga. Hægt er að skila hugmyndum til og með 22. febrúar. Einnig er hægt að senda tillögur í tölvupósti á netfangið hildur@misa.is

 

5 feb 2013

Viðbrögð við einelti

Athygli er vakin á því að áætlun um viðbrögð við einelti í skólanum er nú aðgengileg hér á síðunni. Ef smellt er á viðbrögð við einelti hér til hægri opnast síða þar sem farið er í gegnum viðbragsáætlunina. Einnig er þar eyðublað þar sem hægt er að tilkynna einelti eða grun um einelti til stjórnenda skólans.
22 jan 2013

Opnun Guðmundarsmiðju

Þann 4. janúar síðastliðinn var nýsköpunarsmiðjan (Fab-Lab) sem staðsett er í húsnæði MÍ opnuð með viðhöfn. Smiðjunni var gefið nafnið Guðmundarsmiðja til heiðurs Guðmundi Þór Kristjánssyni vélstjórnarkennara við Menntaskólann á Ísafirði. Guðmundur var frumkvöðull að stofnun nýsköpunarsmiðju á Ísafirði, en hann lést árið 2010 langt fyrir aldur fram. Sonur Guðmundar heitins, Þórir Guðmundsson, afhjúpaði minningarskjöld um Guðmund ásamt Jóni Reyni skólameistara. Meira er hægt að lesa um opnun smiðjunnar á heimasíðu bb.is.
12 jan 2013

Umsjónartími

Nemendur yngri en 18 ára eru minntir á umsjónartímann í fundartímanum á fimmtudaginn.
4 jan 2013

FAB-LAB formleg opnun

Stafræna smiðjan sem nefnd er Fab-lab og staðsett er í Menntaskólanum á Ísafirðir er nú komin á góðan skrið. Smiðjan verður formlega opnuð í dag föstudaginn 4. janúar, klukkan 13. Dagskin hefst með ávarpi Mennta- og menningarmálaráðherra á sal Menntaskólans og lýkur svo með formlegri opnun í smiðjunni sjálfri. Boðið verður upp á kaffiveitingar í mötuneyti skólans.  Allir velkomnir!