12 apr 2013

Próftafla

Próftafla nemenda er nú opin í INNU fyrir hvern og einn nemanda. Próftaflan í heild sinni verður birt hér á heimasíðu skólans innan skamms.

Prófstjóri.

23 mar 2013

Frakklandsferð - Evrópa unga fólksins

Þann 4. apríl munu 30 nemendur úr Menntaskólanum á Ísafirði halda til Frakklands á vegum Evrópu unga fólksins, en skólinn fékk styrk frá samtökunum í verkefnið „Umgengi við náttúruna“. Þetta er í fimmta sinn sem nemendur frá MÍ fara til samstarfsskóla síns, St. Marie du Port í strandbænum Les Sables d‘Olonne. Verkefnisstjóri er sem fyrr Hrafnhildur Hafberg. Í verkefninu leitast ungmennin við að svara spurningum er tengjast umgengi þeirra við náttúruna, allt frá venjulegum degi á eigin heimili að umhverfisstefnu bæjarfélagsins. Þau munu vinna skýrslu um verkefnið og verður áhugavert að sjá hvort íslensk og frönsk ungmenni hafi mismunandi á umgengi við náttúruna.


Verkefnið er bæði þroskandi og skemmtilegt og hafa ungmenni frá fyrri árum eignast góða vini handan Atlantsála. Nemendur munu að venju dvelja hjá frönskum félögum sínum sem sóttu okkur heim í október á síðasta ári. Á leiðinni heim verður svo stoppað í París í 3 nætur og helstu kennileiti heimsborgarinnar barin augum. Heimkoma er 14. apríl.
21 mar 2013

Val fyrir komandi haustönn

Opnað hefur verið fyrir val fyrir næstu önn. Í fundartíma í dag fimmtudag eiga nemendur sem eru yngri en 18 ára að hitta umsjónarkennara sína og velja sér áfanga fyrir komandi haustönn. Eldri nemendur geta leitað til námsráðgjafa og áfangastjóra ef þeir þurfa aðstoð við valið. Nemendur velja í gegnum INNU og leiðbeiningar um það hvernig á að velja er að finna hér fyrir neðan. Mikilvægt er að nemendur fylgi framvindu sinna brauta. Framvindu í verknámi og bóknámi má sjá hér fyrir neðan.

 

Leiðbeiningar fyrir val í INNU


Framvinda verknáms

 

Framvinda bóknáms

 

Áfangar í bóknámi og íþróttum

19 mar 2013

Hönnunarkeppni 2013

Hópur nemenda tók þátt í hönnunarkeppni á Gróskudögum. Keppnin fólst í því að hanna og smiða farartæki sem átti að renna niður ákveðinn halla, beygja til vinstri og keyra í gegnum hlið. Umsjónarmenn smiðjunnar voru kennararnir Dóróthea, Friðrik Hagalín, Jóhann, Tryggvi og Þröstur. Ýmis farartæki litu dagsins ljós og fékk hvert lið þrjár tilraunir til að láta sinn vagn renna í gegnum hliðið. Að endingu var það liðið M stóð uppi sem sigurvegari en það skipuðu þeir Andri Þór Kristjánsson og Jakob Fannar Magnússon. Í dómnefnd voru Þröstur Jóhannesson og Guðjón Torfi Sigurðsson.

15 mar 2013

Myndir frá Gróskudögum

Myndir frá Gróskudögum eru komnar inn á síðuna. Nemendur í fjölmiðlasmiðju tóku þessar myndir.
13 mar 2013

Háskóladagur í MÍ

Háskólar landsins munu kynna námsframboð sitt í skólanum fimmtudaginn 14. mars kl. 10.30-13.00. Nemendur háskólanna, kennarar og námsráðgjafar taka á móti gestum og miðla af reynslu sinni. Ýmis þjónusta við nemendur verður kynnt, ásamt yfir 500 námsleiðum sem í boði eru. Þeir háskólar sem verða með kynningar eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík. Keilir, Listaháskóli Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands.
13 mar 2013

Forinnritun nemenda úr 10. bekk

Forinnritun nemenda úr 10. bekk hófst mánudaginn 11. mars og stendur til 12. apríl. Umsækjendur geta síðan gert breytingar á umsókn sinni frá 4. maí til 10. júní. Sótt er um í gegnum http://menntagatt.is/
13 mar 2013

Fréttablað

Ein af þeim smiðjum sem voru í gangi á Gróskudögum var Fréttablaðs- og fjölmiðlasmiðja. Nemendur sem tóku þátt í smiðjunni fylgdust með því sem var að gerast í skólanum þessa daga og hafa sett saman fréttablað þar sem er að finna umfjöllun, myndir og viðtöl. Fréttablaðið má nálgast hér. http://solrisa.tumblr.com/