Fréttir
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!
Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2013-2014 er til 15. október næstkomandi!
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Nýnemaferð Menntaskólans á Ísafirði 29. – 30. ágúst 2013
Náms- og samskiptaferð að Núpi í Dýrafirði
Fimmtudagur:
- Mæting kl. 8:00. Lagt af stað eigi síðar en kl. 8:30
- Keyrt að Núpi
- Nemendur og kennarar koma sér fyrir á herbergjum
- Kl. 10:00 verður gönguferð
- Hádegisverður kl. 13:00
- Frjáls tími
- Kl. 14:30 verður leiðsögn um svæðið - Skrúður
- Kaffitími kl. 15:30
- Nemendum skipt í hópa til að undirbúa kvöldvöku en annars frjáls tími fram að kvöldmat
- Kvöldmatur kl. 19:00
- Nemendur undirbúa kvöldvöku kl. 19:30-20:00
- Kvöldvaka kl. 20:00 en einn af hápunktum hennar eru magnaðar draugasögur sem sagðar verða af fyrrverandi og núverandi staðarmönnum
- Fulltrúar NMÍ koma í heimsókn og kynna félagslífið
- Svefntími kl. 23:30
Föstudagur:
- Farið á fætur kl. 9:00
- Morgunverður kl. 9:00 – 9:45
- Ratleikur hefst kl. 10:00 - hópaskipti
- Gengið frá í herbergjum og farangur tekinn saman frá kl. 11:30 – 12:00
- Brottför frá Núpi kl. 12:00
ATH! Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar þar sem að veður gæti sett strik í reikninginn.
NAUÐSYNLEG MINNISATRIÐI:
- Skólareglur gilda í ferðinni
- Skólinn greiðir rútuferðir
- Nemendur greiða fyrir gistingu og fæði
- Inni í fæði er hádegisverður, miðdegissnarl, kvöldverður og kvöldkaffi á fimmtudag og morgunmatur á föstudag
- Nemendur taka með sér nesti fyrir fimmtudagsmorgun (ef þörf er á)
- Kostnaður er 6.700 kr. Nemendur greiða með peningum í rútunni við brottför
- Nemendur eiga að hafa með sér kodda, svefnpoka/sæng og lak
- Takið með ílát undir ber J
- Nemendur verða að vera vel klæddir og koma með hlý föt og viðeigandi skófatnað
Eftirtaldir starfsmenn fara með í ferðina:
Emil Ingi Emilsson, Friðgerður Guðný Ómarsdóttir,
Jónas Leifur Sigursteinsson og Stella Hjaltadóttir GSM: 846-6206
Menntaskólinn á Ísafirði í samstarfi við Þjóðbúningafélag Vestfjarða mun bjóða nemendum skólans að sauma sér þjóðbúning í vali næsta vetur. Um er að ræða kvenbúninga, upphlut eða peysuföt frá 19. eða 20. öld. Kennt verður einu sinni í viku, allan veturinn í tvo til þrjá tíma í senn og ljúka nemendur við að sauma sér heilan búning á þeim tíma. Kennarar verða Anna Jakobína Hinriksdóttir og Soffía Þóra Einarsdóttir, en þær hafa kennt þjóðbúningasaum hjá Þjóðbúningafélagi Vestfjarða undanfarin misseri. ÞBFV hefur fengið styrk frá Menningaráði Vestfjarða, þannig að þátttakendur í þessu námskeiði munu ekki þurfa að greiða námskeiðsgjöld, einungis efniskostnað. Þetta er því einstakt tækifæri og hefur þjóðbúningasaumur aldrei verið kenndur við framhaldsskóla hér á landi fyrr svo vitað sé. Enn eru nokkur pláss laus í þessum áfanga og áhugasamir þurfa að setja sig í samband við Friðgerði Ómarsdóttur fridgerd@misa.is eða Hrafnhildi Hafberg hrafnh@misa.is til að fá nánari upplýsingar.